Samband ungra framsóknarmanna
Samband ungra Framsóknarmanna | |
---|---|
Formaður | Gunnar Ásgrímsson |
Varaformaður | Hrafn Splidt Þorvaldsson |
Stofnár | 1938 |
Vefsíða | https://www.suf.is/ |
Samband ungra Framsóknarmanna (SUF) var stofnað þann 13. júní árið 1938 á Laugarvatni. Sambandið mynda 20 svæðisbundin aðildarfélög. Hlutverk sambandsins er að kynna stefnu Framsóknarflokksins á meðal ungs fólks á Íslandi, auka þátttöku og áhrif ungs fólks innan Framsóknarflokksins, berjast fyrir hagsmunamálum ungs fólks við stefnumótun innan flokksins og gera það hæfara til að taka þátt í stjórnmálastarfi.
Sambandsþing, sem haldið er árlega, er æðsta stofnun sambandsins. 13 manna stjórn fundar mánaðarlega. 6 manna framkvæmdastjórn sér um daglegan rekstur samtakanna. Skrifstofa sambandsins er að Hverfisgötu 33 í Reykjavík.
Sambandið á aðild að samtökum miðjuflokka, Nordiska Centerungdomens Förbund (NCF) sem eru samtök ungliðahreyfinga miðflokka á Norðurlöndum.
Framkvæmdastjórn SUF
[breyta | breyta frumkóða]Formaður: Gunnar Ásgrímsson
Varaformaður: Hrafn Splidt Þorvaldsson
Ritari: Heiðdís Geirsdóttir
Gjaldkeri: Urður Björg Gísladóttir
Kynningarstjóri: Skúli Bragi Geirdal
Viðburðarstjóri: Ólöf Rún Pétursdóttir
Framkvæmdarstjórn sér um daglegan rekstur SUF[1]
Listi yfir formenn SUF[2]
[breyta | breyta frumkóða]Formaður | Tímabil |
---|---|
Þórarinn Þórarinsson | 1938-1945 |
Jóhannes Elísasson | 1945-1948 |
Friðgeir Sveinsson | 1948-1952 |
Þráinn Valdimarsson | 1952-1956 |
Kristján Benediktsson | 1956-1958 |
Jón Rafn Guðmundsson | 1958-1960 |
Örlygur Hálfdánarson | 1960-1966 |
Baldur Óskarsson | 1966-1970 |
Már Pétursson | 1970-1972 |
Elías Snæland Jónsson | 1972-1973 |
Eggert Jóhannesson | 1974-1975 |
Magnús Ólafsson | 1975-1978 |
Eiríkur Tómasson | 1978-1980 |
Guðni Ágústsson | 1980-1982 |
Finnur Ingólfsson | 1982-1986 |
Gissur Pétursson | 1986-1990 |
Siv Friðleifsdóttir | 1990-1992 |
Sigurður Sigurðsson | 1992-1993 |
Einar Kristján Jónsson | 1993-1994 |
Guðjón Ólafur Jónsson | 1994-1996 |
Árni Gunnarsson | 1996-1999 |
Einar Skúlason | 1999-2002 |
Dagný Jónsdóttir | 2002-2003 |
Haukur Logi Karlsson | 2003-2004 |
Jakob Hrafnsson | 2004-2008 |
Bryndís Gunnlaugsdóttir | 2008-2010 |
Sigurjón Kjærnested | 2010-2011 |
Ásta Hlín Magnúsdóttir | 2011-2013 |
Hafþór Eide Hafþórsson | 2013-2014 |
Helgi Haukur Hauksson | 2014-2015 |
Ágúst Bjarni Garðarsson | 2015-2016 |
Páll Marís Pálsson | 2016-2017 |
Sandra Rán Ásgrímsdóttir | 2017-2018 |
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir | 2018-2021 |
Unnur Þöll Benediktsdóttir | 2021-2023 |
Gunnar Ásgrímsson | 2023- |
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Framkvæmdastjórn“. SUF (enska). Sótt 7. janúar 2022.
- ↑ „Sagan“. SUF (enska). Sótt 20. september 2022.