Valborgarmessa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Finnskir stúdentar í lautarferð á Valborgarmessu (Vappu)

Valborgarmessa er aðfaranótt 1. maí. Dagurinn heitir eftir heilagri Valborgu sem fæddist í Wessex í Englandi árið 710 og lést 25. febrúar 779. Hún var gerð heilög 1. maí 779 og dagurinn er því minningardagur hennar á Norðurlöndum. Hjá kaþólsku kirkjunni er þó dánardagur hennar, 25. febrúar, minningardagur.

Valborgarmessa er haldin hátíðleg víða í Norður-Evrópu sem mörk vetrar og vors. Hluti af þessum hátíðahöldum eru varðeldar sem kveiktir eru um kvöldið 30. apríl. Í sumum tilvikum eru nornir gerðar úr stráum eða nornakústar brenndir. Í Þýskalandi eru til þjóðsögur um nornamessu á Blokksbjargi á Valborgarmessu.

  Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.