Fara í innihald

Vídalínspostilla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vídalínspostilla (sem heitir fullu nafni Húspostilla eður einfaldar predikanir yfir öll hátíða- og sunnudagaguðspjöll árið um kring, en er einnig stundum nefnd Jónsbók), er íslenskt guðræknirit sem var ein mest lesna bók á Íslandi í eina og hálfa öld. Hún kom út 1718-1720 og var kennd við höfund sinn, Jón Þorkelsson Vídalín (1666-1720), biskup í Skálholti. Hún þótti sjálfstæðara verk en hinar hefðbundnu húslestrabækur. Jón notaðist ekki bara við þýsk og dönsk verk eins og tíðkaðist heldur má einnig greina áhrif frá ensku riti sem hann þýddi sjálfur úr dönsku. Vídalínspostilla var margoft endurprentuð og var til á flestum heimilum í um 150 ár eftir að hún var fyrst gefin út.

Dæmi úr Vídalínspostillu

[breyta | breyta frumkóða]
Gæsalappir

Umfram alla hluti vert sjálfur hinn skærasti dygðaspegill fyrir þínu afkvæmi. Lát ekkert ljótt sjást í fari þínu, hvað hinn ungi kunni eftir að henda. Börnin trúa foreldrunum eins og Guði og meina það sé allt gott, sem þau gjöra. Lát ekki hlýðni undirgefninnar glæpast á agni illskunnar. Fyrir engum á meiri blygðun að bera en fyrir einum ungling. Það er betra að gjöra ljótt eitthvað í höfðingjans augliti en barnsins. Hvar á þinn sonur gott að læra, ef hann sér eigi til föðurins annað en það illt er?“

— úr Prédikun fyrsta sunnudags eftir þrettánda.

  • Kristinn Kristjánsson (1996). Íslenskar bókmenntir 1550-1900. Iðnú. ISBN 9979-831-52-9.