Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar
Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar (skammstafað VS) er íslenskt félag sem vinnur að eflingu framgangs vélhjólaíþrótta í Skagafirði. Helstu markmið klúbbsins eru að viðhalda góðu æfingasvæði fyrir íþróttina og stuðla að öryggi ökumanna. Ásamt því að njóta góðs félagsskapar og útivistar.
Stunda áhugasamir félagsmenn hina fjölbreyttustu afþreyingu innan akstursíþrótta, má þar nefna motocross, enduro og ísakstur. Frá stofnun félagsins hefur félagafjöldi verið á bilinu 40 til 60 manns á ári hverju.
Í núverandi stjórn VS árið 2011 eru : Þröstur Ingi Ásgrímsson (formaður), Ásta Birna Jónsdóttir, Helga Eyjólfsdóttir, Jóhannes Friðrik Þórðarson og Grétar Þór Steinþórsson.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Félagið var stofnað 3. apríl árið 2005.
Starfsemi félagsins hófst á undirbúningi og síðar fjögurra daga dagsskrá í tilefni af „100 ára afmæli vélhjólsins á Íslandi“. Stóð viðburðurinn yfir í Skagafirði dagana 16.-19. júní og lauk honum með afhjúpun minnisvarða í Varmahlíð, til heiðurs föllnum félögum.
Árið 2006 var búin til 1,3 km löng og átta til tíu metra breið motocross braut. Hefur hún verið lofuð sem fjölbreytt, skemmtileg og tæknilega krefjandi. Að hausti sama ár var byrjað að byggja núverandi félagsheimili klúbbsins[óvirkur tengill], við hliðina á brautinni og er svæðinu öllu vel viðhaldið.
Árið 2007 hélt félagið Bikarmót í Motocross í júlí og árið 2008 voru haldin Íslandsmót í motocrossi og enduro.
Árið 2009 hélt klúbburinn motocrossmót í tengslum við Landsmót unglinga (UMFÍ). Talað er um að Unglingalandsmótið hafi gengið vel líkt og fyrri mót félagsins. Á úrslitum mótsins sást að félagsmenn VS. voru klúbbnum til sóma, líkt og fyrr hafði tíðkaðst. Var einstaklingur innan félagsins kjörinn í annað sæti í „Íþróttamaður ársins í Skagafirði“ Geymt 2 desember 2014 í Wayback Machine. Þetta sama ár fékk félagið aðstöðu til ísaksturs við Miklavatn. Var félaginu gefinn trukkur og eftir nokkrar breytingar var hann hinn besti í að skafa ísinn á vatninu og mynda góða braut til ísaksturs.
Árið 2010 var komið fyrir aðstöðugámi við vatnið þar sem félagar geta hvílt lúin bein og spjallað á milli þess sem þau taka nokkra hringi á ísnum, ef frost og veður leyfir. VS hélt þetta sama ár fyrsta íslandsmótið í endurocrossi og heppnaðist það með ágætum. Félagið hefur einnig staðið fyrir námskeiðum í t.d. viðhaldi á hjólum og tekið þátt í öðrum viðburðum eins og útivistar- og sportsýningunni "Kraftur 2009" Geymt 3 nóvember 2009 í Wayback Machine árið 2010, svo eitthvað sé nefnt.
Nú í ár (2011) mun félagið standa fyrir íslandsmóti í motocrossi og verður það haldið laugardaginn 4. júní. Einnig er von stjórnar VS að fá lóð hjá Sveitarfélaginu Skagafjörður til að búa til byrjenda- og barnabraut í grennd við motocross braut þeirra á Gránu - Móum.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]- Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS)