UC Sampdoria
Unione Calcio Sampdoria S.p.A. | |||
Fullt nafn | Unione Calcio Sampdoria S.p.A. | ||
Gælunafn/nöfn | I Blucerchiati, La Samp, Il Doria | ||
---|---|---|---|
Stytt nafn | Sampdoria | ||
Stofnað | 12. ágúst 1946 | ||
Leikvöllur | Stadio Luigi Ferraris, Genúa | ||
Stærð | 36.536 | ||
Stjórnarformaður | Massimo Ferrero | ||
Knattspyrnustjóri | Claudio Ranieri | ||
Deild | Ítalska A-deildin | ||
2021/22 | 10. sæti | ||
|
Unione Calcio Sampdoria, oftast kallað Sampdoria , er ítalskt knattspyrnufélag frá Genúa.
Félagið var stofnað árið 1946 við sameiningu tveggja gamalla félaga Sampierdarenese og Andrea Doria.
Bæði treyja félagsins og merki bera merki þessa samruna, það fyrsta er samruni nafna félagana, og seinna er samruni í búningum félagana (blátt og hvítt og hinsvegar hvítt rautt og svart). Félagið spilar í bláum og hvítum treyjum. Sampdoria spilar heimaleiki sína á Stadio Luigi Ferraris, sem tekur 36.536 manns í sæti,[1] sem þeir deila með hinu félaginu í GenúaGenoa C.F.C.. Borgarslagur þessara tveggja liða er oft kallaður Derby della Lanterna.
Sampdoria hefur einu sinni unnið Scudetto það var leiktíðina 1990–91. Félagið hefur einnig unnið ítalska bikarinn Coppa Italia fjórum sinnum: 1985, 1988, 1989 og 1994 og deildarbikarinn árið 1991. Stærsta afrek þeirra á alþjóðavettvangi var þegar þeim tókst að sigra evrópukeppni bikarhafa árið 1990. Íslendingurinn Birkir Bjarnason lék með félaginu um tíma.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Fyrstu árin (1891–1927)
[breyta | breyta frumkóða]Félagið Andrea Doria var stofnað árið 1895 sem einbeitti sér í auknum mæli að fótboltaæfingum og keppni.
Andrea Doria tók ekki þátt í fyrsta ítalska meistaramótinu í knattspyrnu sem var skipulagt af ítalska knattspyrnusambandinu (FIF)
Það var ekki fyrr en 1910–11 sem félaginu fór að ganga betur. Á því tímabili enduði það fyrir ofan Juventus, Internazionale og Genoa í Piedmont-Lombardy-Liguria hluta deildarinnar sem þá var svæðiskipt.
1946 sameiningin
[breyta | breyta frumkóða]Eftir Síðari heimsstyrjöldina tóku félögin þátt í Seríu A, en öfugt við aðstæður fyrir stríð var Andrea Doria nú það félag sem stóð sig betur. Þann 12. ágúst 1946 voru bæði félög sameinuð í Unione Calcio Sampdoria. Fyrsti formaður þessa nýja félags var Piero Sanguineti en hinn metnaðarfulli athafnamaður Amedeo Rissotto leysti hann fljótlega af hólmi en aðalliðsþjálfari á þessum tíma var maður frá Flórens að nafni Giuseppe Galluzzi. Til að sýna fram á að klúbbarnir yrðu jafn fulltrúar í nýja sameinaða klúbbnum var hannaður nýr búnaður með bláum bolum Andrea Doria og hvíta, rauða og svarta miðju Sampierdarenese. Í sama mánuði og félögin voru sameinuð. Krafðist hið ný stofnaða félag að það ætti að deila Stadio Luigi Ferraris vellinum með Genúa. Samkomulag náðist og völlurinn hóf að hýsa heimaleiki bæði Genúa og Sampdoria.
Árangur bæði innan ítalíu og í Evrópu
[breyta | breyta frumkóða]Árið 1979 var félagið, sem þá lék í Serie B, keypt af olíuauðmanninum Paolo Mantovani, sem fjárfesti í félaginu til að koma Sampdoria í toppbaráttuna. Árið 1982 komst Sampdoria aftur í Serie A og vann sinn fyrstu Bikarmeistaratitil Coppa Italia árið 1985. Árið 1986 var Júgóslavi Vujadin Boškov ráðinn sem nýr yfirþjálfari. Félagið vann sinn annan bikarmeistaratitil árið 1988, árið 1989 tók það þátt í Evrópukeppni bikarhafa þar sem það tapaði fyrir Barcelona í úrslitaleik 2–0.[2][3]
Þessu fylgdu þeir síðan eftir þegar þeir unnu sinn fyrsta og eina fyrsta og eina Scudetto, þegar þeir voru krýndir sem Serie A meistarar með fimm stiga forskot á Internazionale sem var í öðru sæti. Í liðinu voru margir leikmenn sem síðar áttu eftir af verða þekktir í alþjóðafótbolta, svo sem Gianluca Pagliuca, Gianluca Vialli, Roberto Mancini, Pietro Vierchowod og Attilio Lombardo, með Boškov sem aðalþjálfara áfram komust þeir aftur í úrslit í Evrópukeppni félagsliða og töpuðu aftur fyrir Barcelona á Wembley-leikvanginum.[4]
Hnignun og endurvakning (1993–)
[breyta | breyta frumkóða]Þann 14. október 1993 dó Paolo Mantovani skyndilega og í hans stað kom sonur hans Enrico. Á fyrsta tímabili sínu árið 1993–94 vann Sampdoria enn einn bikarmeistaratitilinn og varð í þriðja sæti í Serie A það árið. Á næstu árum yfirgáfu margir leikmenn félagið en mörg mikilvæg kaup voru gerð sem héldu Sampdoria í úrvalsdeild. Má þar m.a nefna Juan Sebastian Verón og Ariel Ortega og Clarence Seedorf og Frakkann Christian Karembeu.
Í maí 1999 féll Sampdoria úr Serie A og komst ekki aftur í Serie A fyrr en árið 2003. Um þetta leyti var Sampdoria keypt af Riccardo Garrone, ítölskum olíuauðmanni. Sampdoria sneri aftur til Serie A árið 2003 undir forystu Talisman Francesco Flachi og lauk fyrsta tímabili sínu í úrvalsdeild áttunda sæti. Sampdoria hefur verið í eigua kvikmyndaframleiðandans Massimo Ferrero síðan í júní árið 2014.
Þekktir Leikmenn
[breyta | breyta frumkóða]- Enrico Chiesa
- Trevor Francis
- Ruud Gullit
- Jürgen Klinsmann
- Marcello Lippi
- Birkir Bjarnason
- Shkodran Mustafi
- Attilio Lombardo
- Roberto Mancini
- Siniša Mihajlović
- Vincenzo Montella
- Ariel Ortega
- Gianluca Pagliuca
- David Platt
- Clarence Seedorf
- Giuseppe Signori
- Graeme Souness
- Juan Sebastián Verón
- Gianluca Vialli
- Christian Vieri
- Walter Zenga
Titlar
[breyta | breyta frumkóða]Inannlands
[breyta | breyta frumkóða]- Sigrar (1): 1990-91
Coppa Italia
- Sigrar (4): 1984-85, 1987-88, 1988-89, 1993-94
Serie B
Evrópa
[breyta | breyta frumkóða]- Úrslit (1): 1991-92
- Sigrar(1): 1990
- úrslit(1): 1989
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „www.genoacfc.it“. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. desember 2001. Sótt 20. júní 2007.
- ↑ Cup Winners' Cup 1988–89. The Rec.Sport.Soccer Statistics Foundation. (Retrieved 3 June 2011).
- ↑ 1988/89: Hat-trick for Barcelona Geymt 23 júní 2010 í Wayback Machine. 1 June 1989. UEFA. (Retrieved on 3 June 2011).
- ↑ Smyth, Rob (25. júní 2009). „The forgotten story of … Sampdoria's only scudetto“. The Guardian. Sótt 16. mars 2020.