Túrbanlilja
Túrbanlilja | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Lilium martagon L. | ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
Synonymy
|
Túrbanlilja (fræðiheiti: Lilium martagon) er Evrasísk liljutegund af Liljuætt. Áberandi blómliturinn og stærðin gera hana eina mest einkennandi evrópskra lilja.
Útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Túrbanlilja hefur Evrasíska útbreiðslu, frá Portúgal í vestri yfir í Síberísku taiga, suður yfir Balkanskaga til Kákasus, undanskilið er vestur Evrópa og norðurhluti Mið-Ítalíu og Suður Ítalía. Norðausturmörkin eru við Yenisei í Síberíu og þaðan suður í Mongólíu og Kína[1] austur til Japan[2]. Í Skandinavíu er hún ílend. [3][4][5][6][7][8][9]
Tegundin þrífst í frjósömum skógum, í kalkríkum jarðvegi á hálfskyggðum svölum stöðum. Aðeins á hálendi vex hún uppfyrir skógarmörk á engjum og ökrum, sérstaklega með öðrum hávöxnum gróðri. Hún vex upp að 2300m y. sjávarmáli.[10]
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Túrbanlilja er fjölær, jurtkennd planta sem verður á milli 30 til 150 sm., sjaldan 200sm. Hnöttóttur laukurinn getur náð 8sm ummáli.[11] Hún er stöngulrætandi, verður á milli 1m og 2m há. Blómliturinn er vanalega bleik-fjólublár, með dökkum blettum, en er mjög breytilegur, frá nær hvítum til næstum svartur. Blómin eru ilmandi. Mörg blóm eru á hverri plöntu, og allt að 50 geta verið á kröftugum plöntum. Grænir stönglarnir geta verið með fjólubláir eða rauðmengaðir og laufin eru sporbaugótt til lensulaga, mest í hvirfingum, að 16sm löng og oft lítið eitt hærð að neðan.[12][13]
Nafn
[breyta | breyta frumkóða]Nafnið Túrbanlilja (á ensku: Turk's cap lily), er einnig notað yfir nokkrar aðrar tegundir, kemur af hinu einkennandi aftursveigða lagi krónublaðanna. Tegundarheitið martagon er tyrkneskt orð sem þýðir einnig túrban eða húfa.[14]
Ræktun
[breyta | breyta frumkóða]Túrbanlilja er harðgerð[15] og góð garðplanta sem tekur þó 1 - 2 ár að koma sér fyrir.[16]
Þessi jurt[17] og hvíta afbrigðið 'Album'[18] hafa fengið Royal Horticultural Society's Award of Garden Merit.
Lilium martagon var notuð í kynblöndun við L. hansonii í lok 19 aldar af Mrs RO Backhouse of Hereford, England.[19]
- Afbrigði
Ýmsar undirtegundir og afbrigði hafa verið skráð, en aðeins tvær viðurkenndar af World Checklist.[20]
- Lilium martagon var. martagon - frá Portúgal til Mongólíu
- Lilium martagon var. pilosiusculum Freyn - Rússland, Kazakhstan, Xinjiang, Mongólía
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Flora of China, 24:137, 2000
- ↑ Muer, Angerer: Alpenpflanzen, Stuttgart 2004, ISBN 3-8001-3374-1
- ↑ Altervista Flora Italiana, Giglio a turbante, Common Turk's Cap Lily, Lilium martagon L. includes many color photos plus European distribution map
- ↑ Flora of China, Vol. 24 Page 137 新疆百合 xin jiang bai he Lilium martagon var. pilosiusculum Freyn, Oesterr. Bot. Z. 40: 224. 1890.
- ↑ Tutin, T.G. & al. (eds.) (1980). Flora Europaea 5: 1-452. Cambridge University Press.
- ↑ Davis, P.H. (ed.) (1984). Flora of Turkey and the East Aegean Islands 8: 1-632. Edinburgh University Press, Edinburgh.
- ↑ Czerepanov, S.K. (1995). Vascular Plants of Russia and Adjacent States (The Former USSR): 1-516. Cambridge University Press.
- ↑ Grubov, V.I. (2001). Key to the Vascular Plants of Mongolia 1: 1-411. Science Publishers, Inc. Enfield, USA. Plymouth, U.K..
- ↑ Ikinci, N., Oberprieler, C. & Güner, A. (2006). On the origin of European lilies: phylogenetic analysis of Lilium section Liriotypus (Liliaceae) using sequences of the nuclear ribosomal transcribed spacers. Willdenowia 36: 647-565.
- ↑ Ruprecht Düll und Herfried Kutzelnigg: Taschenlexikon der Pflanzen Deutschlands. 2005, ISBN 3-494-01397-7
- ↑ Simon, Jelitto, Schacht: Die Freiland – Schmuckstauden, Bd. 2, S. 567, Ulmer, 1990, ISBN 3-8001-6378-0
- ↑ Christopher Brickell (1996). The RHS Encyclopedia of Garden Plants. London: Dorling Kindersly. bls. 615. ISBN 0-7513-0436-0.
- ↑ European Garden Flora, 1986.
- ↑ Allen J Coombes (1985). The Hamlyn Guide to Plant Names. Reed International Books. bls. 118. ISBN 0-600-57545-4.
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. september 2020. Sótt 3. janúar 2016.
- ↑ Garðblómabókin 1995 Hólmfríður Sigurðardóttir
- ↑ „RHS Plant Selector - Lilium martagon“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15 maí 2013. Sótt 21. maí 2013.
- ↑ „RHS Plant Selector - Lilium martagon 'Album'“. Afrit af upprunalegu geymt þann maí 15, 2013. Sótt 21. maí 2013.
- ↑ Andrew Mikolajski, The New Plant Library - Lilies, Lorenz Books, Anness Publishing Ltd, New York, 1998, p10, ISBN 1-85967-634-0
- ↑ Kew World Checklist of Selected Plant Families[óvirkur tengill]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Xaver Finkenzeller: Alpenblumen. München 2003, ISBN 3-576-11482-3
- Dankwart Seidel: Blumen. München 2001, ISBN 3-405-15766-8
- Michael Jefferson-Brown: Lilien.. Christian-Verl., München 2004, ISBN 3-88472-627-7
- Edward A. McRae: Lilies. A Guide for Growers and Collectors. Timber Press, Portland Or 1998, ISBN 0-88192-410-5
- Peter H. Davis: Flora of Turkey and the East Aegean Islands. University Press, Edinburgh