Fara í innihald

Kínaþöll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Tsuga chinensis)
Kínaþöll

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þöll (Tsuga)
Tegund:
T. chinensis

Tvínefni
Tsuga chinensis
(Franch.) Pritzel ex Diels.

Kínaþöll (fræðiheiti: Tsuga chinensis,[2][3] á kínversku tieshan 铁杉 eða 鐵杉) er barrtré ættað frá Kína, Taívan, Tíbet og Víetnam. Tegundin er allbreytileg og er með mörg viðurkennd afbrigði, þó að sum þeirra séu talin sérstakar tegundir af ákveðnum höfundum. Tegundin hefur nýverið fundist í fjöllum norður Víetnam, sem gerir það að suðlægasta hluta útbreiðslusvæðisins.

Útbreiðsla og búsvæði[breyta | breyta frumkóða]

Útbreiðsla T. chinensis byrjar í vestur í Tíbet og heldur áfram austur í Kína, norður til suður Shanxi fylkis og suður til Taiwan, Guangdong fylki og norður að Ha Giang fylki í norður Víetnam. Í suðlægasta hluta útbreiðslusvæðisins finnst hún aðeins hátt í fjöllum. Til dæmis í Víetnam finnst hún aðeins í fjöllum í 1,300 til 1,700 metra hæð yfir sjávarmáli.[4][5][6]

Flokkun[breyta | breyta frumkóða]

Það eru allnokkur afbrigði af T. chinensis, en óeining er um hvað eru afbrigði og hvað eru sjálfstæðar tegundir eða ekki. Þau eru:

 • T. c. var. chinensis er einkennis afbrigðið og vex á mestöllu útbreiðslusvæðinu á meginlandi Kína og Tíbet. Köngulhreistrin eru fimmhyrnt-egglaga, ferningslaga eða hringlaga. Smágreinarnar eru 1mm í þvermál, og gráleitar til gulgrænar að lit. Könglarnir eru egglaga og 1,5 til 2,5 cm langir og 1.6 cm breiðir.
 • T. c. var. formosana er afbrigðið sem er einvörðungu í Taívan. Aljos Farjon, barrtrjáasérfræðingur hjá Royal Botanic Gardens í Kew, álítur þetta afbrigði ekki næginlega frábrugðið einkennisafbrigðinu, en samkvæmt Raven og Wu er munurinn í lögun köngulskelja.
 • T. c. var. patens finnst aðeins í vestur Hubei fylki, í Changyang Xian. Það er með gulbrúnar til brúnar smágreinar, sem eru 0.5 til 1 mm þykkari en aðalafbrigðið. Könglarnir er einnig stærri, egglaga til kringlóttir, og með köngulskeljar sem eru sléttar, gljáandi og nær ferkantaðar. Þetta afbrigði er viðurkennt af Raven og Wu.
 • T. c. var. forrestii er talið sér tegund; Tsuga forrestii, af sumum höfundum. Könglarnir eru stærri, grennri og mjóegglaga til egg-sívalningslaga. Smágreinarnar eru lítið eitt gildari, en köngulhreistrin eru mjó-egglaga eða aflöng með útstæða hlutann rákóttann og sléttann með þykkari kanti. Hvað sem líður flokkunarstöðu er henni talið ógnað af IUCN. Það finnst eingöngu í norðaustur Guizhou, suðvestur Sichuan og norðvestur Yunnan.
 • T. c. var. robusta er líklega þekktasta afbrigðið. Það er í vestur Hubei og vestur Sichuan. Það einnig er með gildari smágreinum og stærri köngla, en könglarnir eru uppréttir og stutt sívalningslaga.
 • T. c. var. oblongisquamata er talin aðskilin tegund af Raven og Wu; T. oblongisquamata, en sem afbrigði af Farjon. Hún er í norðurhluta útbreiðslusvæðisins, í suður Gansu, vestur Hubei og norðvestur Sichuan. Það er aðallega frábrugið með að það vantar greinilegar loftaugarákir neðan á blöðunum. Annars eru köngulhreistrin lausari frá hvert öðru og gróf-sporöskjulaga; tvöfalt lengri en þau eru breið.[4][6][7]

Nytjar[breyta | breyta frumkóða]

Timbur af T. chinensis er notað í byggingar, húsgagnasmíði, og sem stoðir í námum. Börkurinn erer ríkur af tanníni, sem er oft einangrað og nýtt sem litarefni. Stofninn er notaður sem uppspretta trjákvoðu. Að auki eru rætur stofn og greinar nýttar í framleiðslu ilmolía vegna þægilegs ilms þeirra.[4]

Myndir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Conifer Specialist Group 1998 (2006). „Tsuga chinensis“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2006. Sótt 12. maí 2007.
 2. E. Pritz., 1900 In: Bot. Jahrb. Syst. 29: 217.
 3. Conifer Database. Farjon A., 2011-02-11
 4. 4,0 4,1 4,2 Wu, Zheng-yi; Raven, Peter H. (1999). Tsuga chinensis. Flora of China. Beijing: Science Press. Sótt 13. maí 2007.
 5. „Two rare pine species found in northern mountainous province“. VietnamNet Bridge. 16. október 2005. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. mars 2007. Sótt 13. maí 2007.
 6. 6,0 6,1 Earle, Christopher J. (2006). Tsuga chinensis. The Gymnosperm Database. Sótt 13. maí 2007.
 7. Farjon, Aljos (1998). World Checklist and Bibliography of Conifers. Richmond, U.K.: Royal Botanical Gardens at Kew.


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.