Trausti Laufdal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Trausti Laufdal Aðalsteinsson (f. 1. maí 1983) í Reykjavík er íslenskur tónlistarmaður. Hann er söngvari og gítarleikari hljómsveitanna Lokbrá og Pontiak Pilatus.[1] Hann er sonur hjónanna Aðalsteins Péturssonar úr Laxárdal í Þingeyjarsýslu og Hafdísar Laufdal Jónsdóttur úr Vestmannaeyjum.

Hann byrjaði ferilinn 14 ára í hljómsveinni Kamikazee sem var sett saman í Hólabrekkuskóla fyrir hæfileikakeppni Grunnskólanna Skrekk árið 1997. Þar spilaði hann á gítar og söng en hljómsveitin breytti fljótt um nafn eftir keppnina og hlaut nafnið Moðhaus. Aðrir meðlimir Moðhauss voru þeir Arnar Ingi Viðarsson trymbill , Magnús Kjartan Eyjólfsson gítarleikari og söngvari og Þorsteinn Kr. Haraldsson bassaleikari. Moðhaus var undir miklum áhrifum frá hljómsveitum eins og Maus, Botnleðju, Ensími, 200.000 naglbítum, Green Day og svo framvegis. Hljómsveitin tók þátt í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík árið 1998 og síðan ári seinna í Músíktilraunum þar sem hljómsveitin komst í úrslit og vakti mikla athygli þrátt fyrir ungan aldur. Moðhaus varð mjög vinsæl unglingahljómsveit og spilaði mikið í félagsmiðstöðvum, skólum og skemmtistöðum í Reykjavík þar til hún lagði upp laupana um aldarmótin.

Í kringum 2000 gekk Trausti til liðs við menningartímaritið Sánd og starfaði þar í ritstjórn og sem penni í til ársins 2003 samhliða sem hann sá um tónlistarumfjöllun í unglingatímaritinu Smellur. Á þessum árum vann Trausti einnig sem rótari hjá hljómsveitinni Maus, sem og hann stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti.

Á árunum 2000-2002 var Trausti lauslegur meðlimur í hljómsveitinni XXX Rottweilerhundar en var svo ráðinn sem söngvari og gítarleikari af þeim Baldvini Albertssyni og Óskari Þór Arngrímssyni í nýstofnuðu hljómsveitina Lokbrá. Eftir einhverjar mannabreytingar var hljómsveitin Lokbrá loks fullskipuð þegar Oddur Ingi Þórsson (fyrrverandi meðlimur Oblivion og Rými) gekk til liðs við bandið sem bassaleikari og söngvari.

Lokbrá byrjaði ferilinn í sundlauginni í Mosfellsbæ sem vinahljómsveit þeirra Sigur Rós hafði þá nýverið fjárfest en fór síðan fljótt eftir í tónleikaferðalag með hljómsveitinni Radiohead og því hafði hljómsveitin þessa fullkomnu aðstöðu útaf fyrir sig í nokkra mánuði. Þarna þróaði hljómsveitin sitt sánd og fór fljótlega að vekja mikla athygli fyrir spilagleði, brjálaða sviðsframkomu og endalausa spilamennsku út um allt landið.

Tónlistarmaðurinn Birgir Örn Steinarsson tók svo hljómsveitina upp á sína arma 2003 og hóf af pródúsera og taka upp fyrstu plötu sveitarinnar Army Of Soundwaves. Fyrsta lagið sem kom út af plötunni var „Nosirrah Egroeg“, óður til hljómlistamannsins George Harrison sem þá var nýlátinn.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.