Lokbrá

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Lokbrá er íslensk hljómsveit sem hefur verið starfandi frá árinu 2000. Árið 2003 tók Lokbrá þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og komst í úrslit en hafnaði ekki í neinu sæti. Hljómsveitin er undir miklum áhrifum frá tónlistarmönnum hljómsveitum eins og The Beatles, Led Zeppelin, The Doors , Oasis , Blur, The Stone Roses, Bob Dylan, The Kinks, The Rolling Stones, Smashing Pumpkins, Radiohead, David Bowie, E.L.O, Muse, Franz Ferdinand, The Killers, The Mars Volta og Trúbrot svo einhverjir séu nefndir.

Lokbrá spilaði fyrstu árin tvisvar til þrisvar sinnum í viku og og þegar mest lét þá spiluðu þeir á 2-3 tónleikum á dag.

Lokbrá, gaf út fyrstu breiðskífu sína Army of Soundwaves 2006. Platan er tekin upp og pródúseruð af Birgi Erni Steinarssyni sem kenndur er við hljómsveitina Maus. Army of Soundwaves var tekin mestan part upp á Íslandi en söngurinn tekinn upp í Blackheath , London. Lokbrá fékk plötusamning hjá Bandaríska útgáfufyrirtækinu Lucid Records en á Íslandi gáfu MSK út plötuna.

Lokbrá byrjaði að taka upp aðra breiðskífu sína "Fernando" árið 2006 í Geimsteini, Keflavík. Platan var sett á ís eftir að harði diskurinn sem geymdi plötuna eyðilagðist en árið 2009 var byrjað að leggja lokahönd á plötuna sem er væntanleg 2009-2010.

Meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]