Fara í innihald

Lokbrá

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lokbrá er íslensk hljómsveit sem hefur verið starfandi frá árinu 2000.


Árið 2003 tók Lokbrá þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og komst í úrslit en hafnaði ekki í neinu sæti.

Meðal erlendra áhrifavalda hljómsveitarinnar má nefna The Beatles, Led Zeppelin, The Doors , Oasis , Blur, The Stone Roses, Bob Dylan, The Kinks, The Rolling Stones, Smashing Pumpkins, Radiohead, David Bowie, E.L.O, Muse, Franz Ferdinand, The Killers og The Mars Volta.

Meðal Íslenskra áhrifavalda eru Trúbrot, Hljómar, Sigur Rós, Maus, Botnleðja og Ensími.


Lokbrá byrjaði ferilinn í Sundlauginni í Mosfellsbæ , hljóðver sem að vinahljómsveit þeirra Sigur Rós hafði þá nýverið fjárfest en fór síðan fljótt eftir í tónleikaferðalag með hljómsveitinni Radiohead og því hafði hljómsveitin þessa fullkomnu aðstöðu útaf fyrir sig í nokkra mánuði.

Þarna þróaði hljómsveitin sitt sánd og fór fljótlega að vekja mikla athygli fyrir spilagleði, brjálaða sviðsframkomu og endalausa spilamennsku út allar trissur.

2003 hljóðritaði hljómsveitin jólasálminn Ó Helga Nótt ásamt Sigurði Guðmundssyni.

Útsetningin á laginu var nokkuð framstefnuleg og bar keim af þessum dýnamíska prógressíva rokk hljóm sem einkenndi Lokbrá.

Á þessum tíma fer hljómsveitin fljótt að geta sér gott orð fyrir kraftmikla og oftar en ekki ófyrirsjáanlega sviðsframkomu. Lokbrá voru báði háværir og spilaglaðir og sú orka smitaðist hvar sem þeir fóru.


Tónlistarmaðurinn og skáldið Birgir Örn Steinarsson (Biggi Maus) tók Lokbrá upp á sína arma síðla árs og hóf af pródúsera og taka upp fyrstu breiðskífu sveitarinnar Army Of Soundwaves.

Platan var mestmegnið hljóðrituð í Klink og Bank , en söngurinn var síðar tekinn upp í Blackheath í London.

Fyrsta lagið sem kom út af plötunni var „Nosirrah Egroeg“, sem að var óður til hljómlistamannsins George Harrison sem þá var nýlátinn.

Hljómsveitin fékk til liðs við sig gítar hetjuna Björgvin Gíslason [Flamingo, Falcon, Zoo og Opus 4] til þess að spila á sítar í laginu, sem að óneitanlega gaf laginu þennan áþreifanlega Bítlahljóm.

Lagið vakti mikla lukku og hljómaði mikið á öldum ljósvakans , og kom Lokbrá á kortið í Íslensku tónlistarsenunni.


Breiðskífan Army of Soundwaves kom svo út 12.Maí 2004 og innihélt 11 lög , þar af tvö tökulög.

Annars vegar þjóðlagið dramatíska Á Sprengisandi , sem að Lokbrá gerðu algerlega að sínu, villt rokk í bland við langa síkadelíska sólókafla.

Hins vegar var það lagið Óskasteinar , og fengu þeir söngkonuna Katarínu Mogensen (Mammút) til þess að syngja lagið.

Næsta lag sem að Lokbrá sendi frá sér var diskó rokk bomban Stop The Music , og í þetta skipti tóku strákarnir upp tónlistarmyndband til þess að fylgja eftir laginu.

Lagið fékk mikla athygli og spilun í útvarpinu , en einnig vakti tónlistarmyndbandið lukku.

Á þessum tíma var Lokbrá gríðarlega virk í spilamennsku út um allt land og þá sérstaklega á skemmtistaðnum Grand Rokk þar sem hljómsveitin var orðin einskonar húsband.

Þar spiluðu þeir sérstaklega mikið með vinaböndum sínum , Jan Mayen , Ælu , Noise , Dáðadrengjum og Coral.

Platan var gefin út á Íslandi af MSK og í Bandaríkjunum af Lucid Music.


Árið 2007 semur hljómsveitin sína aðra breiðskífu , rokk söngleikinn Fernandó.

Verkið var sándið sem Lokbrá hafði alltaf leitað af , kraftmikið og lifandi , undir miklum áhrifum frá Bítlunum , Led Zeppelin , Trúbrot og Radiohead svo einhverjir séu nefndir.

Platan var hljóðrituð á einni helgi heima hjá meistara Rúnari Júlíussyni (Hljómar, Trúbrot ) , í hljóðverinu hans Geimsteini.


Upptökurnar komu einstaklega vel út , en skömmu síðar þegar meðlimir hljómsveitarinnar ætla að klára plötuna þá kemur það í ljós að harði diskurinn sem að platan var tekin upp á hafði hrunið og hafði það einstaklega mikil áhrif á meðlimi.


Bandið hætti störfum skömmu síðar og fóru meðlimir allir í sína áttina. Mörgum árum seinna er harði diskurinn sendur út til Belgíu þar sem að einhver snillingur nær að finna alla hljóðfælana , nema hvað að það þurfti að raða þeim öllum upp á nýtt og því fóru drengirnir í það að pússla saman lögunum.

Mörgum árum síðar er harði diskurinn sendur út til Belgíu þar sem að einhver snillingur nær að finna alla hljóðfælana , nema hvað að það þurfti að raða þeim öllum upp á nýtt og því fóru drengirnir í það að pússla saman lögunum.


Þegar lögunum var komið loks saman fengu Lokbrá , sem að þá voru í raun ekki starfandi þá Svein Helga Halldórsson og Friðrik Helgason til þess að hljóðrita song og hljóðblanda plötuna.


Síðan þá hefur ekkert spurst til Fernandó nema hvað að lagið “Koss Mjallhvítar” var gefið út og er það eina útgefna lagið af þessum “bölvaða” söngleik.