Fara í innihald

Tilgreiningarregla veðréttarins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tilgreiningarregla veðréttarins er meginregla innan veðréttar er felur í sér að upphæð veðskuldar (í tilviki veðskuldabréfa) eða hámark hennar (í tilviki tryggingarbréfa) sé tilgreint í veðkröfunni sjálfri.

Réttarverndin sem reglan veitir á einvörðungu við gagnvart þriðja aðila þegar samningsveði hefur verið þinglýst, og hefur því röng tilgreining á viðkomandi upphæðum því ekki lagaleg áhrif á réttarsamband samningsaðilanna sjálfra. Þrátt fyrir að upphæðin hafi verið tilgreind felst í því engin trygging að veðskuldin sjálf sé enn til staðar hverju sinni né að til hennar hafi verið stofnað.

Undantekningar

[breyta | breyta frumkóða]

Helstu undantekningar á upphæðum veðskuldanna eru svokallaðar aukagreiðslur sem geta bæst ofan á upphæðirnar og felast þær í endurheimtu veðhafans á kostnaði í tengslum við innheimtu kröfunnar, nema um annað hafi verið samið. Aðalgreiðslurnar í þessu tilviki er þá höfuðstóll kröfunnar. Í tilviki tryggingarbréfa hækkar upphæðin ekki sem nemur vöxtum og verðtryggingu nema sérstaklega hafi verið samið um slíkt.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.