Veðskuldabréf
Útlit
Veðskuldabréf er veðskjal þar sem útgefandinn viðurkennir skyldu sína til greiðslu tiltekinnar skuldbindingar og setur tiltekið verðmæti að veði til tryggingar á efndum hennar. Í þeim er að jafnaði lýsing á veðandlaginu, þar á meðal upphæð þess og hvers kyns skilyrði sem við gætu átt líkt og veðröð. Mögulegt er að kveðið sé á um ýmis réttindi aðilanna eins og hvort með veðinu fylgi persónuleg ábyrgð eða uppfærsluréttur.