Veðkrafa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Veðkrafa er krafa í skilningi kröfuréttar sem leita má fullnustu fyrir í þeim verðmætum sem standa til efndar hennar. Upphæð þeirra þarf að vera skilgreind og er heimilt að ákveðnum skilyrðum fullnægðum að binda fjárhæðir við hækkun samkvæmt vísitölu eða gengis.

Mismunandi er hvort persónuleg ábyrgð fylgi veðkröfu eða ekki, en meginreglan er að hún fylgi þegar um er að ræða eigin skuld veðsalans, og að hún fylgi ekki, nema annað komi skýrt fram, þegar veðskuldarinn og veðsalinn eru ekki sömu aðilar. Fylgi ekki persónuleg ábyrgð nær tryggingin fyrir efndunum einvörðungu til veðsins sjálfs og gæti veðhafinn, ef á reyndi, ekki gengið á aðrar eignir veðsalans né með almennri kröfu honum á hendur, og á þetta einnig við ef veðandlagið eyðileggst. Slíkt væri hins vegar hægt ef um persónulega ábyrgð veðsala eða annars aðila væri fyrir hendi. Þó um slíka væri að ræða er mögulegt að hún falli niður sökum fyrningar eða annarra aðstæðna.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.