Samningsveð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Samningsveð eru þau veð sem stofnuð eru samkvæmt löggerningi sem veiti móttakanda rétt til þess að krefjast fullnustu í veðandlaginu ef á reynir. Í íslenskum rétti er eingöngu heimilt að stofna til samningsveðs í þeim verðmætum sem lög leyfa og einnig ályktað að ef aðili má ekki framselja tiltekinni eign til annars tiltekins aðila megi heldur ekki nýta hana sem veð til sama aðila. Meginreglan er að stofna megi til samningsveðs ýmist með munnlegum eða skriflegum hætti, nema annað sé sérstaklega tekið fram í lögum.

Eftir atvikum gæti viðkomandi aðila verið bannað að veðsetja tiltekna eign sökum einkaréttarlegrar kvaðar sem hann er bundinn af, til að mynda vegna kvaðar í erfðaskrá.

Samþykki[breyta | breyta frumkóða]

Hver sem stofnar til samningsveð þarf annað hvort að vera eigandi veðandlagsins eða hafa samþykki eigandans til þeirrar veðsetningar. Þá er möguleiki að eigandinn sé háður samþykki annars aðila, eins og sameigenda sinna í sérstakri sameign, skiptastjóra þrotabús, stjórnar lögaðila, eða maka sínum ef svo ber undir. Þá er litið svo á að samþykki einhvers sem sé ólögráða gæti verið ógilt.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.