Fara í innihald

Threads

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merki Threads frá 2023.

Threads er bandarískur samfélagsmiðill stofnaður þann 5. júlí 2023 af Meta, móðurfélagi Facebooks, Instagrams, Messenger og WhatsApp. Miðillinn var stofnaður eftir ósætti almennings á kaupum Elons Musks á samfélagsmiðlinum Twitter, núna kallaður X. Samfélagsmiðilinn þykir minna mjög mikið á X. Samfélagsmiðilinn hlaut heimsmet fyrir flestar nýskráningar á skömmum tíma þegar hundrað milljón aðgangar voru stofnaðir á einungis fimm dögum. Samfélagsmiðillinn opnaði fyrir aðgang í Evrópu í desember 2023.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Ólason, Samúel Karl (14. desember 2023). „Threads aðgengilegt á Íslandi - Vísir“. visir.is. Sótt 2. mars 2024.