The X Factor

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merki The X Factor þáttanna

The X Factor er alþjóðlegt vörumerki á raunveruleikasjónvarpsþáttum og sjónvarpssöngvakeppni. Þættirnir voru búnir til af breska sjónvarpsframleiðandanum Simon Cowell og fyrirtæki hans Syco Entertainment. Þættirnir eiga uppruna sinn í Bretlandi þar sem þeir voru hugsaðir sem staðgengill fyrir Pop Idol. The X Factor hefur verið framleitt í mörgum löndum. Svipað og Got Talent þættirnir heldur vörumerkið úti YouTube rás undir nafninu X Factor Global. Rásin hleður upp myndbandsupptökum frá The X Factor þáttum á heimsvísu.

Íslenska útgáfan af The X Factor var X-Factor sem kom út árin 20062007 og var sýnd á Stöð 2. Aðeins ein þáttaröð var framleidd á Íslandi.

Ólíkt Idol þáttunum, þar sem dómarar gagnrýna einungis frammistöðu keppenda, þá hafa dómarar í The X Factor þáttunum það hlutverk að leiðbeina keppendum í tilteknum flokki, aðstoða þau með lagaval, sviðsframkomu og sviðsetningu auk þess að dæma aðra keppendur í flokkum sem tilheyra öðrum dómurum. Nýir söngþættir eins og The Voice, The Four og All Together Now hafa orðið keppinautar The X Factor þáttanna.

  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.