Fara í innihald

The West Wing (1. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fyrsta þáttaröðin af The West Wing var frumsýnd 22. september 1999 og sýndir voru 22 þættir.

Aðalleikarar

[breyta | breyta frumkóða]

Aukaleikarar

[breyta | breyta frumkóða]

Gestaleikarar

[breyta | breyta frumkóða]
Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Pilot Aaron Sorkin Thomas Schlamme 22.09.1999 1 - 1
Josh Lyman gæti misst vinnu sína vegna sjónvarpsviðtals. Á meðan eyðir Sam Seaborn nóttinni með Laurie, sem er háklassa vændiskona. Forsetinn hjólar á tré.
Post Hoc, Ergo Propter Hoc Aaron Sorkin Thomas Schlamme 29.09.1999 2 - 2
Sam setur feril sinn á hálan ís með því að vingast við Laurie, á meðan reynir C.J. að vinna úr ágreiningi milli forsetans og varaforsetans. Forsetinn ræður nýjan lækni og stjórnmálaráðgjafinn Mandy er ráðin gegn vilja Josh.
A Proportianl Response Aaron Sorkin Marc Buckland 06.10.1999 3 - 3
Forsetinn fer gegn vilja öryggisráðsins þegar á að hefna árásarinnar sem læknir forsetans lést í. Á meðan reynir Leo að róa forsetann. C.J. reynir að koma í veg fyrir að frétt um Sam og Laurie brýst út. Josh ræður Charlie Young til þess að vera aðstoðarmann forsetans.
Five Votes Down Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Lawrence O´Donnell, Jr. og Patrick Caddell (saga)
Michael Lehmann 13.10.1999 4 - 4
Starfsmenn Vesturálmunnar vinna allan sólahringinn til þess að finna fimm atkvæði sem vanta upp á til að samþykkja nýtt frumvarp um byssunotkun.
The Crackpots and These Women Aaron Sorkin Anthony Drazan 20.10.1999 5 - 5
Starfsmennirnir taka þátt í „Big Block of Cheese Day“ þar sem þeir funda með mismunandi hagsmunahópum sem fá vanalega ekki aðgengi að Hvíta húsinu. Yngsta dóttir forsetans kemur í heimsókn.
Mr. Willis of Ohio Aaron Sorkin Christopher Misiano 03.11.1999 6 – 6
Toby og Molly reyna að sannfæra þingmenn um að samþykkja nýtt frumvarp um hvernig eigi að telja íbúa landsins. Starfsmennirnir fara saman á bar ásamt Zoey dóttur forsetans.
The State Dinner Aaron Sorkin og Paul Redford Thomas Schlamme 10.11.1999 7 - 7
Forsetinn reynir að fylgjast með þrem mikilvægum atriðum í einu: gíslatöku, fellibyli og verkfalli vörubílstjóra – allt á sama tíma og hann er að undirbúa hátíðarkvöldverð fyrir forseta Indónesíu.
Enemies Rick Cleveland, Lawrence O´Donnell, Jr og Patrick Caddell (saga)
Ron Osborn og Jeff Reno (sjónvarpshandrit)
Alan Taylor 17.11.1999 8 - 8
C.J. reynir að kveða niður orðróm um orðaskipti forsetans og varaforsetans á ríkisstjórnarfundi. Sam byrjar að hitta Mallory, dóttur Leo. Á meðan reynir Josh að finna út leið til þess að bjarga bankafrumvarpi forsetans.
The Short List Aaron Sorkin og Dee Dee Myers (saga)
Aaron Sorkin og Patrick Caddell (sjónvarpshandrit)
Bill D´Elia 24.11.1999 9 - 9
Forsetinn íhugar tilnefningar sínar um dómara fyrir hæstarétt. Á sama tíma sakar þingmaðurinn Peter Lillianfield starfsmenn Hvíta hússins um eiturlyfjanotkun.
In Excelsis Deo Aaron Sorkin og Rick Cleveland Alex Graves 15.12.1999 10 - 10
Í miðjum undirbúningi fyrir jólin skipurleggur Toby heiðursjarðaför fyrir heimilislausan hermann úr Kóreustríðinu. Á meðan rökræða C.J. og Danny hvort þau eigi að fara á sitt fyrsta stefnumót.
Lord John Marbury Aaron Sorkin og Patrick Caddell (sjónvarpshandrit)
Patrick Caddell og Lawrence O'Donnell, Jr (saga)
Kevin Rodney Sullivan 05.01.2000 11 - 11
Til þess að koma í veg fyrir hugsanlegt stríð milli Indlands og Pakistans óskar forsetinn eftir ráðgjöf frá breskum sérfræðingi að nafni Lord John Marbury. Á meðan þarf Josh að bera vitni um rannsókn sína um eiturlyfjanotkun starfsmanna Hvíta hússins. Forsetinn fær óvænta spurningu frá Charlie um dóttur hans Zoey.
He Shall, from Time to Time Aaron Sorkin Arlene Sanford 12.01.2000 12 - 12
Forsetinn hnigur niður á skrifstofu sinni. Ástandið milli Indland og Pakistans versnar. Leo heldur blaðamannafund um lyfja-og alkóhólvandamál sín.
Take out the Trash Day Aaron Sorkin Ken Olin 26.01.2000 13 - 13
Forsetinn og starfsmenn hans ræða hvernig best er að vinna úr rannsókn um kynlífsfræði innan skóla. Rannsóknarnefnd þingsins reynir að ákveða hvernig eigi að vinna úr málum Leos. Á meðan reyna starfsmennirnir að finna út hver lak upplýsingunum.
Take This Sabbath Day Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Lawrence O'Donnell, Jr, Paul Redford og Aaron Sorkin (saga)
Thomas Schlamme 09.02.2000 14 - 14
Forsetinn eyðir helgi í að ákveða hvort hann eigi að breyta dómi fanga sem bíður aftöku.
Celestial Navigation Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Dee Dee Myers og Lawrence O'Donnell, Jr (saga)
Christopher Misiano 16.02.2000 15 – 15
Sam og Toby ferðast til Connecticut til að ná í dómarann Mendoza sem tilnefndur er af forsetanum sem næsti dómari hæstaréttar. Á meðan þá lýsir Josh fyrir hópi nemanda venjulegum degi í Hvíta húsinu.
20 Hours in L.A. Aaron Sorkin Alan Taylor 23.02.2000 16 - 16
Forsetinn fer í dagsferð til Los Angeles. Á sama tíma reynir Leo að sannfæra varaforsetann um að greiða atkvæði með frumvarpi um etanólskatt.
The White House Pro-Am Lawrence O'Donnell, Jr., Paul Redford og Aaron Sorkin Ken Olin 22.03.2000 17 - 17
Starfsmenn forsetans og forsetafrúarinnar eiga í deilum um yfirlýsingu forsetafrúarinnar um barnaþrælkun. Zoey og Charlie rífast þegar hún stingur upp á því að þau fari ekki á opnun klúbbs eftir að hafa fengið viðvaranir frá leyniþjónustunni.
Six Meeting Before Lunch Aaron Sorkin Clark Johnson 05.04.2000 18 - 18
Dómarinn Mendoza er staðfestur sem næsti dómari hæstaréttar. Handtaka í háskólapartýi þar sem Zoey er viðstödd getur haft alvarlegar afleiðingar.
Let Bartlet Be Bartlet Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Peter Parnell og Patrick Caddell (saga)
Laura Innes 26.04.2000 19 - 19
Minnisblaði, sem Mandy skrifaði, um hvernig best er að vinna Bartlet í kosningum er lekið til blaðamanna.
Mandatory Minimums Aaron Sorkin Robert Berlinger 03.05.2000 20 - 20
Forsetinn tilnefnir tvo fjármála umbótasinna í „Alríkiskosninganefndina“ þrátt fyrir hótanir frá pólitískum andstæðingum sínum. Á meðan kemst Sam að því pólitískir andstæðingar hans vita um samband hans og Laurie.
Lies, Damn Lies and Statistics Aaron Sorkin Don Scardino 10.05.2000 21 - 21
Starfsmennirnir bíða örvæntingarfullir eftir niðurstöðum úr skoðanakönnun. Á sama tíma þarf forsetinn að rótera sendiherrum sínum, þar sem einn þeirra átti í ástarsambandi við dóttur forseta Búlgaríu. Ljósmynd af Sam og Laurie ratar í blöðin.
What Kind of Day Has it Been Aaron Sorkin Thomas Schlamme 17.05.2000 22 - 22
Forsetinn undirbýr sig fyrir samkomu í Rosslyn. Á sama tíma þarf hann að fylgjast með málum flugmanns sem hrapaði í Írak og geimskutlu sem á við vélarvandamál að stríða. Þátturinn endar með skothríð á forsetann og starfsmenn hans í Rosslyn.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]