Stockard Channing

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stockard Channing
Stockard Channing, 1984
Stockard Channing, 1984
Upplýsingar
FæddSusan Williams Antonia Stockard
13. febrúar 1944 (1944-02-13) (80 ára)
Ár virk1971 -
Helstu hlutverk
Abby Bartlet í The West Wing
Betty Rizzo í Grease

Stockard Channing (fædd Susan Antonia Williams Stockard, 13. febrúar 1944) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í The West Wing og Grease.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Channing er fædd og uppalin í New York-borg og er af írskum uppruna. Útskrifaðist hún frá Radcliffe College með gráðu í sögu og bókmenntum árið 1965. Einnig lærði hún drama við HB Studio í Greenwich Village í New York-borg.[1]

Channing hefur verið gift fjórum sinnum:

  • Walter Channing Jr. frá 1964 – 1967.
  • Paul Schmidt frá 1969 – 1976.
  • David Debin frá 1976 – 1980.
  • David Lefferts Rawle frá 1982 – 1988.

Síðustu 20 ár þá hefur Channig verið í sambandi við kvikmyndatökustjórann Daniel Gillham.[2]

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Leikhús[breyta | breyta frumkóða]

Channing byrjaði leikhúsferil sinn hjá Theatre Company of Boston og fyrsta hlutverk hennar var árið 1966 í The Investigaton.[3] Hefur hún síðan þá komið fram í leikritum á borð við Woman in Mind, Hapgood, No Hard Feelings, Joe Egg, Love Letters, The Lion in Winter og The Golden Age.

Sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta sjónvarpshlutverk Channing var árið 1973 í sjónvarpsmyndinni The Girl Most Likely to.... Á árunum 1979 – 1980 lék Channing í þáttunum Stockard Channing in Just Friends og The Stockard Channing Show. Hefur hún síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Medical Center, Sesame Street, Out of Practice, Trying Games og King of the Hill.

Channing lék forsetafrúna Abbey Bartlet í The West Wing frá 1999 – 2006.

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta kvikmyndahlutverk Channing var árið 1971 í The Hospital. Árið 1978 þá var henni boðið eitt af aðalhlutverkunum í Grease sem Betty Rizzo. Hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Without a Trace, Married to It, Up Close & Personal, Practical Magic, Where the Heart Is, Bright Young Things og Must Love Dogs.

Kvikmyndir og sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1971 The Hospital Hjúkrunarfræðingur á bráðavakt óskráð á lista
1972 Up the Sandbox Judy Stanley óskráð á lista
1975 The Fortune Freddie
1976 Sweet Revenge Vurrla Kowsky
1976 The Big Bus Kitty Baxter
1978 The Cheap Detective Bess
1978 Grease Betty Rizzo
1979 The Fish That Saved Pittsburgh Mona Mondieu
1982 Safari 3000 J.J. Dalton
1983 Without a Trace Jocelyn Norris
1986 Heartburn Julie Siegel
1986 The Men´s Club Nancy
1988 A Time of Destiny Margaret
1989 Staying Together Þjálfari Nancy
1990 Meet the Applegates Jane Applegate
1991 Married to It Iris Morden
1992 Bitter Moon Beverly óskráð á lista
1993 Six Degrees of Separation Ouisa
1995 Smoke Ruby McNutt
1995 To Wong Foo Thanks for Everything, Julie Newman Carol Ann
1996 Up Close & Personal Marcia McGrath
1996 Edie & Pen Penelope ´Pen´ Chandler
1996 Moll Flanders Mrs. Allworthy
1996 The First Wives Club Cynthia Swann Griffin
1998 Twilight Lt. Verna Hollander
1998 Lulu on the Bridge Fulltrúi Celia Talaði inn á
óskráð á lista
1998 Practical Magic Frænkan Frances ´Fran´ Owens
1999 The Venice Project Chandra Chase
2000 Other Voices Dr. Grover
2000 Isn´t She Great Florence Maybelle
2000 Where the Heart Is Sister husband
2001 The Business of Strangers Julie Styron
2002 Life of Something Like It Deborah Connors
2003 Behind the Red Door Julia
2003 Bright Young Things Mrs. Melrose Ape
2003 Le divorce Margeeve Walker
2003 Anything Else Paula Chase
2005 Red Mercury Penelope
2005 Must Love Dogs Dolly
2005 3 Needles Olive Cowie, móðir klámleikara
2007 Sparkle Sheila
2010 Multiple Sarcasms Pamela
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1973 The Girl Most Likely to... Miriam Knight Sjónvarpsmynd
1973 Love, American Style Marsha Sue Þáttur: Love and the Eat´s Cafe hlutinn
1974 Medical Center Shirley Þáttur: Spectre
1977 Lucan Mickey MacElwaine Þáttur: Pilot
1979 Silent Victory: The Kitty O´Neill Story Kitty O´Neill Sjónvarpsmynd
1979 Stockard Channing in Just Friends Susan Hughes 13 þættir
1980 The Stockard Channing Show Susan Goodenow 13 þættir
1982 Table Settings ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
1969-1983 Sesame Street Fórnarlamb Brjálaðs málara 6 þættir
1985 Not My Kid Helen Bower Sjónvarpsmynd
1987 The Room Upstairs Leah Lazenby Sjónvarpsmynd
1990 Perry Mason: The Case of the Defiant Daughter Cliff Bartell Sjónvarpsmynd
1987 Echoes in the Darkness Susan Reinert Sjónvarpsmynd
1988 Tidy Endings Marion Sjónvarpsmynd
1989 Perfect Witness Liz Sapperstein Sjónvarpsmynd
1989 Trying Times Hilda Bundt Þáttur: The Sad Professor
1992 Lincoln Clara Harris Sjónvarpsmynd Talaði inn á
1994 Road to Avonlea Viola Elliot 2 þættir
1994 David´s Mother Bea Sjónvarpsmynd
1995 Mr. Willowby´s Christmas Tree Miss Adelaide Sjónvarpsmynd
1996 Lily Dale Corella Sjónvarpsmynd
1996 The Prosecutors Ingrid Maynard Sjónvarpsmynd
1996 An Unexpected Family Barbara Whitney Sjónvarpsmynd
1997 American Masters Kynnir Sjónvarpsmynd
1997 King of the Hill Mrs. Holloway Þáttur: The Company Man
1998 An Unexpected Life Barbara Whitney Sjónvarpsmynd
1998 The Baby Dance Rachel Luckman Sjónvarpsmynd
1999-2000 Batman Beyond Commissioner Barbara Gordon 8 þættir
Talaði inn á
2000 The Truth About Jane Janice Sjónvarpsmynd
2001 A Girl Thing Dr. Beth Noonan Sjónvarpsmynd
2001 When Billie Beat Bobby Kynnir Sjónvarpsmynd
2002 Confessions of an Ugly Stepsister Margarethe Fisher Van Den Meer Sjónvarpsmynd
2002 The Matthew Shepard Story Judy Shepard Sjónvarpsmynd
2003 Hitler: The Rise of Evil Klara Hitler Sjónvarpsmynd
2003 The Piano Man´s Daughter Lily Kilworth Sjónvarpsmynd
2004 The Kennedy Mystique: Creating Camelot Kynnir Sjónvarpsmynd
2004 Jack Anne Sjónvarpsmynd
2005-2006 Out of Practice Dr. Lydia Barnes 21 þættir
1999-2006 The West Wing Abbey Bartlet 68 þættir
2009 The Cleveland Show Lydia Waterman Þáttur: A Cleveland Brown Christmas
Talaði inn á
2010 Sunday´s at Tiffany´s Vivian Claremont Sjónvarpsmynd
2012 Family Trap Barbara Sjónvarpsmynd

Leikhús[breyta | breyta frumkóða]

Verðlaun og tilnefningar[breyta | breyta frumkóða]

AFI-verðlaunin

  • 2002: Tilnefnd sem besta leikkona fyrir The Business of Strangers.

Blockbuster Entertainment-verðlaunin

  • 1999: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverk í grín/rómantískri mynd fyrir Practical Magic.
  • 1997: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í rómantískri mynd fyrir Up Close & Personal.

CableACE-verðlaunin

  • 1995: Tilnefnd sem besta leikkona í drama seríu fyrir Road to Avonlea.
  • 1989: Verðlaun sem besta leikkona í drama/leikhús sérþætti fyrir Tidy Endings.

Chicago Film Critics Association-verðlaunin

  • 1994: Tilnefnd sem besta leikkona fyrir Six Degrees of Separation.

Daytime Emmy-verðlaunin

  • 2005: Verðlaun sem besta leikkona í barnaþætti fyrir Jack.

Drama Desk-verðlaunin

  • 2012: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir Other Desert Cities.
  • 2009: Tilnefnd sem besta leikkona í söngleik fyrir Pal Joey.
  • 1995: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir Hapgood.
  • 1991: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir Six Degrees of Separation.
  • 1988: Verðlaun sem besta leikkona í leikriti fyrir Woman in Mind.
  • 1986: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir The House of Blue Leaves.
  • 1985: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir Joe Egg.

Drama League-verðlaunin

  • 1991: Verðlaun sem besta leikkona í leikriti fyrir Six Degrees of Separation.

Emmy-verðlaunin

  • 2006: Tilnefnd sem besta leikkona í grínseríu fyrir Out of Practice.
  • 2005: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2002: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2002: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir The Matthew Shepard Story.
  • 2001: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2000: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 1999: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki í míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir The Baby Dance.
  • 1997: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki í míniseríu eða sérþætti fyrir sjónvarp fyrir An Unexpected Family.
  • 1994: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahlutverki í dramaseríu fyrir Road to Avonlea.
  • 1990: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í míniseríu eða sérþætti fyrir sjónvarp fyrir Perfect Witness.
  • 1988: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í míniseríu eða sérþætti fyrir sjónvarp fyrir Echoes in the Darkness.

GLAAD Media-verðlaunin

  • 2003: Golden State verðlaunin

Golden Apple-verðlaunin

  • 1975: Tilnefnd sem nýjasta kvennstjarna ársins.

Golden Globes-verðlaunin

  • 1999: Tilnefnd sem besta leikkona í míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir The Baby Dance.
  • 1994: Tilnefnd sem besta leikkona í grín/söngleikja mynd fyrir Six Degrees of Separation.
  • 1976: Tilnefnd sem besta leikkona í kvikmynd fyrir The Fortune.

Independent Spirit-verðlaunin

  • 1999: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir The Baby Dance.

London Critics Circle Film-verðlaunin

  • 2003: Verðlaun sem besta leikkona ársins fyrir The Business of Strangers.

National Board of Review-verðlaunin

  • 1996: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir The First Wives Club.

National Society of Film Critics-verðlaunin

  • 1994: Tilnefnd sem besta leikkona fyrir Six Degrees of Separation.

OBIE-verðlaunin

  • 1991: Verðlaun sem besta leikkona í leikriti fyrir Six Degrees of Separation.

Óskarsverðlaunin

  • 1994: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Six Degrees of Separation.

People's Choice-verðlaunin

  • 1979: Verðlaun sem uppháhalds leikkona í aukahlutverki í kvikmynd.

San Francisco International Film Festival-verðlaunin

  • 2001: Peter J. Owens verðlaunin.

Satallite-verðlaunin

  • 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir The Matthew Shepard Story.
  • 1997: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramamynd fyrir Moll Flanders.

Screen Actors Guild-verðlaunin

  • 2005: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2004: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2003: Verðlaun sem besta leikkona í sjónvarpsmynd eða míniseríu fyrir The Matthew Shepard Story.
  • 2003: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2002: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2002: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2001: Tilnefnd sem besta leikkona í sjónvarpsmynd eða míniseríu fyrir The Truth About Jane.
  • 1999: Tilnefnd sem besta leikkona í sjónvarpsmynd eða míniseríu fyrir The Baby Dance.
  • 1997: Tilnefnd sem besta leikkona í sjónvarpsmynd eða míniseríu fyrir An Unexpected Family.
  • 1996: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Smoke.

Tony-verðlaunin

  • 2012: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir Other Desert Cities.
  • 2009: Tilnefnd sem besta leikkona í söngleik fyrir Pal Joey.
  • 1999: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir The Lion in Winter.
  • 1992: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir Four Baboons Adoring the Sun.
  • 1991: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir Six Degrees of Separation.
  • 1986: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir The House of Blue Leaves.
  • 1985: Verðlaun sem besta leikkona í leikriti fyrir Joe Egg.

TV Guide-verðlaunin

  • 2001: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]