John Spencer
John Spencer | |
---|---|
Fæddur | John Speschock, Jr. 20. desember 1946 |
Dáinn | 16. desember 2005 (58 ára) |
Ár virkur | 1963 - 2005 |
Helstu hlutverk | |
Leo McGarry í The West Wing Tommy Mullaney í L.A. Law James Womack í The Rock |
John Spencer (fæddur John Speschock, Jr. 20. desember, 1946 – 16. desember 2005) var bandarískur leikari sem var þekktastur fyrir hlutverk sín í The West Wing, The Rock og L.A. Law.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Spencer var uppalinn í Totowa, New Jersey og var af írskum og úkraínskum uppruna.[1] Stundaði hann nám við Fairleigh Dickinson háskólann og New York-háskólann en hætti til að taka upp leiklistina[2].
Spencer var í langtíma sambandi við leikkonuna og danshöfundinn Patricia Mariano.
Andlát
[breyta | breyta frumkóða]Spencer lést úr hjartaáfalli 16. desember 2005. Andlát hans hafði áhrif á söguþráð The West Wing en ári áður hafði persóna hans Leo McGarry fengið hjartaáfall í þættinum. Stutt en hjartnæm skilaboð frá Martin Sheen birtust fyrir þáttinn Running Mates, sem var fyrsti nýji þátturinn eftir andlát Spencers. Andlát persónu Spencers var fyrst fjallað um í byrjun þáttarins Election Day Part I, sem var sýndur 2. apríl 2006.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Leikhús
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta leikhúsverk Spencers var árið 1973 í Boom Boom Boom. Síðan þá kom hann fram í leikritum á borð við Still Life, The Ballad of Soapy Smith, Division Street, The Day Room og Glimmer Glimmer & Shine.
Sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta sjónvarpshlutverk Spencers var árið 1964 í sjónvarpsþættinum The Patty Duke Show. Spencer kom fram sem gestaleikari í sjónvarpsþáttum á borð við Miami Vice, Law & Order, L.A. Doctors og Lois & Clark: The New Adventures of Superman.
Á árunum 1990-1994, lék Spencer í lögfræðiþættinum L.A. Law sem Tommy Mullaney.
Spencer var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Leo McGarry, starfsmannastjóra Hvíta hússins í dramaþættinum The West Wing sem hann lék frá 1999 – 2006. Nafn hans var haldið í opnunarlista þáttarins út sjöundu þáttaröðina sem var einnig sú síðasta.
Kvikmyndir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta kvikmyndahlutverk Spencers var árið 1979 í Meteor. Kom hann síðan fram í kvikmyndum á borð við Key Exchange, Black Rain, Green Card, The Rock, Cop Land og The Negotiator.
Kvikmyndir og sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1979 | Meteor | Starfsmaður | óskráður á lista |
1983 | WarGames | Jerry | |
1985 | The Protector | Flugmaður Ko´s | |
1985 | Key Exchange | Yfirmaður upptökuvers | |
1987 | The Verne Miller Story | George Sally | |
1987 | Hiding Out | Bakey | |
1989 | Far from Home | Sjónvarpsprestur | |
1989 | Black Rain | Oliver | |
1989 | Simple Justice | Rannsóknarfulltrúinn Phil Sullivan | |
1990 | Presumed Innocent | Rannsóknarfulltrúinn Lipranzer | |
1990 | Green Card | Harry | |
1995 | Forget Paris | Jack | |
1995 | Cafe Society | Ray Davioni | |
1996 | The Rock | Womack, yfirmaður alríkislögreglunnar | |
1996 | Albino Alligator | Jack | |
1997 | Cop Land | Leo Crasky | |
1997 | Cold Around the Heart | Frændinn Mike | |
1997 | Lesser Prophets | Ed | |
1998 | Twilight | Kapteinn Phil Egan | |
1998 | O.K. Garage | Bill Gunter | |
1998 | The Negotiator | Lögregluforinginn Al Travis | |
1999 | Ravenous | Gen. Slauson | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1963-1964 | The Patty Duke Show | Henry | 7 þættir |
1976 | Ryan´s Hope | Læknir óskráður á lista |
2 þættir |
1983 | Cocaine and Blue Eyes | Joey Crawford | Sjónvarpsmynd |
1986 | Miami Vice | Lt. Lee Atkins | Þáttur: The Good Collar |
1986 | Spenser: For Hire | Joe Moran | Þáttur: Home Is the Hero |
1987 | One Life to Live | Evan Sutton | ónefndir þættir |
1988 | As the World Turns | Don West | ónefndir þættir |
1988 | Another World | Mr. Julian | ónefndir þættir |
1990 | H.E.L.P. | Valery | 2 þættir |
1990 | Law & Order | Howard Morton | Þáttur: Prescription for Death |
1992 | In the Arms of a Killer | Rannsóknarfulltrúinn Vincent Cusack | Sjónvarpsmynd |
1992 | When No One Would Listen | Walter Wheeler | Sjónvarpsmynd |
1992 | From the Files of Joseph Wambaugh: A Jury of One | Mike Mulick | Sjónvarpsmynd |
1994 | Duckman: Priveta Dick/Family Man | Fulltrúinn Dennehy | Þáttur: Not So Easy Riders Talaði inn á |
1990-1994 | L.A. Law | Tommy Mullaney | 83 þættir |
1994 | A Perry Mason Mystery: The Case of the Grimacing Governor | Al Rhinehart | Sjónvarpsmynd |
1995 | Touched by an Angel | Leo | Þáttur: The Driver |
1996 | F/X: The Series | Carl Scofeld | Þáttur: High Risk |
1997 | Lois & Clark: The New Adventures of Superman | Hank Landry/Mr. Gadget | Þáttur: Lethal Weapon |
1997 | Tracey Taken On… | Ray Weggerly | Þáttur: Crime |
1997 | Early Edition | Howard Banner | Þáttur: Jenny Sloane |
1998 | Trinity | Simon McCallister | 3 þættir |
1999 | L.A. Doctors | Dr. Edmund Church | Þáttur: The Life Lost in Living |
1999 | The Outer Limits | Col. Wallis Thurman | Þáttur: Summit |
1999-2006 | The West Wing | Leo McGarry | 154 þættir |
Leikhús
[breyta | breyta frumkóða]
|
|
Verðlaun og tilnefningar
[breyta | breyta frumkóða]Drama Desk-verðlaunin
- 1988: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir The Day Room.
- 2003: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í seríu/míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir The West Wing.
Emmy-verðlaunin
- 2004: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverk í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2003: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2002: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2001: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2000: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
Obie-verðlaunin
- 1981: Verðlaun sem besti leikari fyrir Still Life.
Screen Actors Guild-verðlaunin
- 2006: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2005: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2004: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2003: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2002: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2001: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
TV Guide-verðlaunin
- 2001: Tilnefndur sem besti leikari ársins í dramaseríu fyrir The West Wing.
Viewers for Quality Television-verðlaunin
- 2000: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Minningargrein um John Spencer í The Ukranian Weekly, 1.júní 2006“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 19. mars 2013. Sótt 7. október 2013.
- ↑ Ævisaga John Spencer á IMDb síðunni
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „John Spencer“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 7. október 2013.
- John Spencer á IMDb
- Leikhúsferill John Spencer á Internet Broadway Database síðunni
- Leikhúsferill John Spencer á The Internet Off-Broadway Database síðunni Geymt 24 nóvember 2015 í Wayback Machine
- Leiklistarferill John Spencer á Film Reference síðunni