Fara í innihald

John Spencer

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
John Spencer
FæddurJohn Speschock, Jr.
20. desember 1946(1946-12-20)
Dáinn16. desember 2005 (58 ára)
Ár virkur1963 - 2005
Helstu hlutverk
Leo McGarry í The West Wing
Tommy Mullaney í L.A. Law
James Womack í The Rock

John Spencer (fæddur John Speschock, Jr. 20. desember, 194616. desember 2005) var bandarískur leikari sem var þekktastur fyrir hlutverk sín í The West Wing, The Rock og L.A. Law.

Spencer var uppalinn í Totowa, New Jersey og var af írskum og úkraínskum uppruna.[1] Stundaði hann nám við Fairleigh Dickinson háskólann og New York-háskólann en hætti til að taka upp leiklistina[2].

Spencer var í langtíma sambandi við leikkonuna og danshöfundinn Patricia Mariano.

Spencer lést úr hjartaáfalli 16. desember 2005. Andlát hans hafði áhrif á söguþráð The West Wing en ári áður hafði persóna hans Leo McGarry fengið hjartaáfall í þættinum. Stutt en hjartnæm skilaboð frá Martin Sheen birtust fyrir þáttinn Running Mates, sem var fyrsti nýji þátturinn eftir andlát Spencers. Andlát persónu Spencers var fyrst fjallað um í byrjun þáttarins Election Day Part I, sem var sýndur 2. apríl 2006.

Fyrsta leikhúsverk Spencers var árið 1973 í Boom Boom Boom. Síðan þá kom hann fram í leikritum á borð við Still Life, The Ballad of Soapy Smith, Division Street, The Day Room og Glimmer Glimmer & Shine.

Fyrsta sjónvarpshlutverk Spencers var árið 1964 í sjónvarpsþættinum The Patty Duke Show. Spencer kom fram sem gestaleikari í sjónvarpsþáttum á borð við Miami Vice, Law & Order, L.A. Doctors og Lois & Clark: The New Adventures of Superman.

Á árunum 1990-1994, lék Spencer í lögfræðiþættinum L.A. Law sem Tommy Mullaney.

Spencer var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Leo McGarry, starfsmannastjóra Hvíta hússins í dramaþættinum The West Wing sem hann lék frá 1999 – 2006. Nafn hans var haldið í opnunarlista þáttarins út sjöundu þáttaröðina sem var einnig sú síðasta.

Fyrsta kvikmyndahlutverk Spencers var árið 1979 í Meteor. Kom hann síðan fram í kvikmyndum á borð við Key Exchange, Black Rain, Green Card, The Rock, Cop Land og The Negotiator.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1979 Meteor Starfsmaður óskráður á lista
1983 WarGames Jerry
1985 The Protector Flugmaður Ko´s
1985 Key Exchange Yfirmaður upptökuvers
1987 The Verne Miller Story George Sally
1987 Hiding Out Bakey
1989 Far from Home Sjónvarpsprestur
1989 Black Rain Oliver
1989 Simple Justice Rannsóknarfulltrúinn Phil Sullivan
1990 Presumed Innocent Rannsóknarfulltrúinn Lipranzer
1990 Green Card Harry
1995 Forget Paris Jack
1995 Cafe Society Ray Davioni
1996 The Rock Womack, yfirmaður alríkislögreglunnar
1996 Albino Alligator Jack
1997 Cop Land Leo Crasky
1997 Cold Around the Heart Frændinn Mike
1997 Lesser Prophets Ed
1998 Twilight Kapteinn Phil Egan
1998 O.K. Garage Bill Gunter
1998 The Negotiator Lögregluforinginn Al Travis
1999 Ravenous Gen. Slauson
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1963-1964 The Patty Duke Show Henry 7 þættir
1976 Ryan´s Hope Læknir
óskráður á lista
2 þættir
1983 Cocaine and Blue Eyes Joey Crawford Sjónvarpsmynd
1986 Miami Vice Lt. Lee Atkins Þáttur: The Good Collar
1986 Spenser: For Hire Joe Moran Þáttur: Home Is the Hero
1987 One Life to Live Evan Sutton ónefndir þættir
1988 As the World Turns Don West ónefndir þættir
1988 Another World Mr. Julian ónefndir þættir
1990 H.E.L.P. Valery 2 þættir
1990 Law & Order Howard Morton Þáttur: Prescription for Death
1992 In the Arms of a Killer Rannsóknarfulltrúinn Vincent Cusack Sjónvarpsmynd
1992 When No One Would Listen Walter Wheeler Sjónvarpsmynd
1992 From the Files of Joseph Wambaugh: A Jury of One Mike Mulick Sjónvarpsmynd
1994 Duckman: Priveta Dick/Family Man Fulltrúinn Dennehy Þáttur: Not So Easy Riders
Talaði inn á
1990-1994 L.A. Law Tommy Mullaney 83 þættir
1994 A Perry Mason Mystery: The Case of the Grimacing Governor Al Rhinehart Sjónvarpsmynd
1995 Touched by an Angel Leo Þáttur: The Driver
1996 F/X: The Series Carl Scofeld Þáttur: High Risk
1997 Lois & Clark: The New Adventures of Superman Hank Landry/Mr. Gadget Þáttur: Lethal Weapon
1997 Tracey Taken On… Ray Weggerly Þáttur: Crime
1997 Early Edition Howard Banner Þáttur: Jenny Sloane
1998 Trinity Simon McCallister 3 þættir
1999 L.A. Doctors Dr. Edmund Church Þáttur: The Life Lost in Living
1999 The Outer Limits Col. Wallis Thurman Þáttur: Summit
1999-2006 The West Wing Leo McGarry 154 þættir

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

Drama Desk-verðlaunin

  • 1988: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir The Day Room.

Golden Globe-verðlaunin

  • 2003: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í seríu/míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir The West Wing.

Emmy-verðlaunin

  • 2004: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverk í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2003: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2002: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2000: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.

Obie-verðlaunin

  • 1981: Verðlaun sem besti leikari fyrir Still Life.

Screen Actors Guild-verðlaunin

  • 2006: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2005: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2004: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2003: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2002: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2001: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.

TV Guide-verðlaunin

  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari ársins í dramaseríu fyrir The West Wing.

Viewers for Quality Television-verðlaunin

  • 2000: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Minningargrein um John Spencer í The Ukranian Weekly, 1.júní 2006“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 19. mars 2013. Sótt 7. október 2013.
  2. Ævisaga John Spencer á IMDb síðunni