The Telepathetics

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
The Telepathetics
Önnur nöfnGizmo
UppruniFáni Íslands Ísland
Ár2004 – í dag
StefnurÖðruvísi rokk
ÚtgefandiTeleTone ehf
MeðlimirEyþór Rúnar Eiríksson
Hlynur Hallgrímsson
Óttar Guðbjörn Birgisson
Andreas Boysen
VefsíðaTelepathetics.com

The Telepathetics er íslensk hljómsveit, öðru nafni Gizmo, sem komst í úrslit Músiktilrauna árið 2002.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Sveitin var stofnuð árið 2000 af þeim fjórum meðlimum sem að nú skipa sveitina — en fyrstu árin kom sveitin fram undir nafninu gizmo. Seinna var breytt um nafn og tekið upp nafnið The Telepathetics.

Árið 2005 komst sveitin í fréttirnar þegar að það spurðist út að útgáfumógúllinn Alan Mcgee, þekktastur fyrir að hafa uppgötvað Oasis, sýndi The Telepathetics áhuga. Mcgee var staddur á Íslandi og þannig atvikaðist að hann sá sveitina spila á tónleikum og bauð hljómsveitinni í kjölfarið til London til að spila í hinni svokölluðu Death Disco tónleikaseríu á Notting Hill Arts Club [1].

Í kjölfar London ferðarinnar gaf hljómsveitin út sína fyrstu breiðskífu, Ambulance árið 2006 eftir tveggja ára upptökuferli. Á þessum tveimur árum hafði sveitin hljóðritað plötuna þrisvar sinnum, en var aldrei fyllilega ánægð með afraksturinn. Það var ekki fyrr en að platan var tekin upp í fjórða sinni — í Sundlauginni, hljóðveri Sigur Rósar — að platan var loks gefin út. Platan var gefin út af útgefandigáfufyrirtækinu TeleTone ehf sem er í þeirra eigu, en um dreifingu sáu 12 tónar. Upplagið, sem var 1000 eintök, seldist upp.

Ný plata[breyta | breyta frumkóða]

Sumarið 2009 tilkynnti sveitin það á Facebook síðu sinni að verið væri að vinna að nýrri plötu.[2]

Meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

Plötur[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Mbl.is grein - „Byrjum á Íslandi og sjáum til með framhaldið". Sótt 15. nóvember 2009.
  2. „The Telepathetics á Facebook“. Sótt 15. nóvember 2009.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]