Dagurinn þegar tónlistin dó
Útlit
(Endurbeint frá The Day the Music Died)
„Dagurinn þegar tónlistin dó“ (upprunalega The Day the Music Died) er það sem Don McLean kallaði 3. febrúar 1959 í laginu „American Pie“ árið 1971. Þann dag létust í flugslysi þrír af frumkvöðlum rokksins, Buddy Holly, Ritchie Valens og The Big Bopper, ásamt flugmanninum Roger Peterson, þegar eins hreyfils Beechcraft Bonanza-flugvél þeirra hrapaði á maísakur nokkrum mínútum eftir að hún tók á loft frá flugvellinum í Mason City í Iowa.