Tímaflakkarinn
Tímaflakkarinn er íslenskur tölvuleikur sem var gefinn út af Dímon Hugbúnaðarhúsi þann 31. október 1998.[1] Leikurinn fjallar um drenginn Denna sem lendir í óvæntu tímaflakki. Á leiðinni kynnist hann fjórum af merkustu atburðum Íslandssögunnar og þarf að leysa margs konar þrautir á hverju tímabili til þess að taka framförum í sögunni. Leikurinn skiptist í fjögur sögusvið: Landnám Ingólfs, kristnitökuna, siðaskiptin og Tyrkjaránið.
Sagan
[breyta | breyta frumkóða]Leikurinn hefst á því að ungur Garðbæingur að nafni Denni vaknar á laugardagsmorgun. Þar sem honum leiðist fer hann út að rölta um Garðabæ og finna sér eitthvað til dundurs. Hann skoðar fornleifauppgröft og tekur upp hálsmen sem hann finnur þar og setur það á sig. Við það lendir hann í tímaflakki og upplifir Íslandssöguna upp á nýtt í hlutverki söguhetju á hverjum stað.
Landnám Íslands
[breyta | breyta frumkóða]Denni lendir á skip Ingólfs í hlutverki þræls hans að nafni Vífill. Ingólfur varpar öndvegissúlum sínum fyrir borð og við komu þeirra að landi skipar þrælum sínum, Karla og Vífli, að finna öndvegissúlur sínar. Ingólfur biður þá einnig um að bera kveðju til Hjörleifs, fóstbróður hans. Þegar Vífill og Karli koma til Hjörleifshöfða sjá þeir engan. Vífill færir runnann og finnur Hjörleif dauðan. Vífill og Karli fara saman til Ingólfshöfða og segja Ingólfi frá illtíðindunum. Ingólfur fylgir þeim og heldur að þrælar hans hafi orðið honum að bana og flúið til Vestmannaeyja og segist ætla að hefna hans. Vífill grípur gæsina meðan hún gefst og tekur öxina á meðan Ingólfur stendur hjá líki bróður síns. Þeir fara saman til Þjórsár í leit að öndvegissúlunum. Vífill heggur, aflimar og snyrtir tréð. Hann bindur síðan reipið sem hann fann á skipinu við öxina og kastar henni yfir ána. Þeir nota drumbinn til að komast yfir ána og ganga alla leið til Reykjavíkur. Í Reykjavík finna þeir öndvegissúlu Ingólfs og Ingólfur veitir Vífli frelsi. Ingólfur gefur Vífli einnig hálsmen en þegar Denni setur það á sig hverfur hann úr augsýn í næsta sögusvið.
Kristnitakan
[breyta | breyta frumkóða]Denni ferðast fram til ársins 1000 í hlutverki Hjalta Skeggjasonar. Eftir að kynnast tengdaföður sínum Gissuri hvíta Teitssyni fara þeir saman til Lögbergs og segja fréttirnar af yfirlýsingu Ólafs Tryggvasonar um að allir láti skírast til kristni á Íslandi, en heiðingjarnir vildu halda lögunum óbreyttum. Að þingi loknu finnur Denni hálsmen á jörðu sem hann setur á sig. Eftir að hafa lesið áletrun á steini „Sjaldan veldur einn þá tveir deila“ sækir Denni Þorgeir Ljósvetningagoða og Hall á Síðu og lætur þá ræða málin. Þorgeir Ljósvetningagoði segist ætla að íhuga málið en eftir samtalið er honum allt of kalt til að íhuga málið. Denni skoðar rúnir á steinum, einn textinn er á íslensku „Sjaldan veldur einn þá tveir deila“ og hinn á óskiljanlegu máli en sami textinn. Denni fer inn í hús seiðkonunnar og hún segist þekkja vanda hans og geta boðið lausn á honum en hann þarfa að geta nafn hennar og með því að bera textana saman er hægt að þýða áletrunina sem er við pottinn hennar. Áletrunin þýðir „Erna“ og er heiti seiðkonunnar. Þegar Denni giskar rétt tekur hún hálsmenið og galdrar það. Denni fer til hestasveins Halls á Síðu og skiptir við hann til að fá feld sem hann gefur Þorgeiri. Næsta morgun kemur hann að niðurstöðu og mælir hana stuttu síðar á Lögbergi. Að þingi loknu gefur Þorgeir Denna hálsmen sem hann setur á sig og hann hverfur úr augsýn í næsta sögusvið.
Siðaskiptinn
[breyta | breyta frumkóða]Tyrkjaránið
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Denni í tímaflakki á skjánum“. Morgunblaðið. bls. 36.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Tímaflakkarinn - www.timaflakkarinn.is í Wayback Machine (geymt 14 nóvember 1999)