Karli (þræll)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Karli var annar af tveimur nafngreindum þrælum Ingólfs Arnarsonar landnámsmanns. Að sögn Landnámabókar fundu hann og Vífill öndvegissúlur Ingólfs við Arnarhvol í Reykjavík. Mun Karli þá hafa látið svo um mælt: „Til ills forum vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta.“

Samkvæmt Landnámu hljópst Karli á brott frá húsbónda sínum ásamt ambátt, en þau fundust síðar að Reykjum í Ölfusi.

Karlagata í Reykjavík dregur nafn sitt af honum.