Fara í innihald

Tíbeska hásléttan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort.
Gervihnattamynd.

Tíbeska hásléttan er stórt hálendi í Mið- og Austur-Asíu. Hún spannar um 1000 kílómetra frá norðri til suðurs og um 2500 km frá vestri til austurs. Flatarmál hennar er 2.500.000 ferkílómetrar (5* flatarmál Frakklands) og meðalhæð er 4500 metrar. Hún hefur verið kölluð þak heimsins og þriðji póllinn. Megnið af sjálfstjórnarhéruðunum Tíbet og Qinghai eru hluti af hásléttunni og hluti Ladakh í Jammú og Kasmír. Á mörkum sléttunnar eru fjallgarðar, t.d. Himalajafjöll í suðri og Karakoram-fjallgarðurinn í vestri. Loftslag er þurrt (100-300 mm ársúrkoma) og er landslag yfirleitt steppa með fjöllum og vötnum á víð og dreif. Sífreri er á stórum svæðum hásléttunnar.