Svíþjóðardemókratar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Svíþjóðardemókratar er sænskur stjórnmálaflokkur sem byggir á þjóðernishyggju og félagslegri íhaldssemi. Flokkurinn var stofnaður árið 1988 og formaður flokksins síðan 2005 er Jimmie Åkesson. Flokkurinn hlaut í fyrsta sinn kosningu til sænska þingsins árið 2010 og hlaut 5,7 prósent atkvæða. Í Evrópuþingskosningunum 2014 fékk flokkurinn 9,7% fylgi og tvo evrópuþingmenn. Í sænsku þingkosningunum 2014 hlaut flokkurinn 12,9 af hundraði atkvæða og, vegna fárra afgangsatkvæða, 14 % þingsæta.

Hugmyndafræði[breyta | breyta frumkóða]

Svíþjóðardemókrötunum hefur verið lýst sem þjóðernissinnuðum íhaldsflokk sem er andvígur Evrópusambandinu. Dæmi sem má nefna af stefnuskrá flokksins eru:

  • Lög evrópusambandsins eiga ekki við sænska stjórnarskrá.
  • Stöðva þarf allan innflutning á erlendu vinnuafli.
  • Sænskt samfélag verður að vera byggt á sænskum gildum og hefðum. Íslam og önnur kerfi sem byggjast á utanaðkomandi gildismati stangast á við vestrænar hugmyndir um frjálsa hugsun og ættu ekki að fá að hafa áhrif á sænskt samfélag á nokkurn hátt.
  • Sambúð samkynhneigðra ætti ekki að vera metin til jafns við raunverulegar fjölskyldur. Samkynhneigðir ættu ekki að fá að ættleiða börn.
  • Vestræn gildi og þjóðernisstolt ættu að einkenna menntakerfi Svíþjóðar.
  • Svíþjóðardemókratar eru gegn þvi að ganga í NATO.