Suzuki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Suzuki Motor Corporation (スズキ株式会社 Suzuki Kabushiki-Kaisha) er japanskt fjölþjóðlegt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Hamamatsu í Japan. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á bílum, mótorhjólum, hreyflum, hjólastólum og öðrum lítlum sprengihreyflum. Suzuki er níunda stærsta farartækjafyrirtæki í heiminum sé miðað við fjölda framleiddra eininga, hjá fyrirtækinu vinna um og yfir 45.000 manns. Framleiðslufyrirtækin eru hýst í 23 löndum og dreifingaraðilar eru 133 í 192 löndum.

Suzuki var stofnað árið 1909 af Michio Suzuki. Fyrirtækið átti vefstóla sem ófu silki, sem er stór atvinnugrein í Japan. Árið 1929 fann Suzuki upp nýja tegund vefstóls sem hann seldi útlanda. Suzuki fékk yfir 120 einkaleyfi á vefstólum. Fyrstu þrjátíu ár fyrirtækisins einbeittu þeir sér að þróun og framleiðslu þessara flókinna vefstóla.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.