Sundagrunn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Sundagrunn og Sahulgrunn.

Sundagrunn er framlenging á meginlandsgrunni Asíu til suðausturs. Helstu lönd á grunninu eru Malakkaskagi, Súmatra, Borneó, Java, Madúra, Balí og minni eyjar. Það nær yfir um 1,85 milljón ferkílómetra. Dýpi á þessu svæði fer sjaldan yfir 50 metra og stórir hlutar þess eru með minna en 20 metra dýpi. Djúpir álar skilja Sundagrunn frá Filippseyjum, Súlavesí og Litlu-Sundaeyjum í austri. Sundaland er líflandfræðilegt svæði sem nær yfir Sundagrunn.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.