Stór-Lundúnasvæðið
Útlit
(Endurbeint frá Stórborgarsvæði Lundúna)
Stór-Lundúnasvæðið (enska: Greater London) er sýsla á Suðaustur-Englandi á Bretlandi. Svæðið var myndað opinberlega árið 1965 og inniheldur Lundúnaborg og þrjátíu og tvo borgarhluta, auk þess hundruð hverfa og nágrenna. Svæðið hefur hæstu landsframleiðslu á mann á Bretlandi. Það myndar kjördæmi í Evrópuþinginu. Stór-Lundúnasvæðið er 1.572 km² að flatarmáli og íbúatala var um það bil 8.308.369 manns árið 2012. Sýslurnar Essex, Hertfordshire, Buckinghamshire, Berkshire, Surrey og Kent allar umkringja Stór-Lundúnasvæðið.
Borgarhlutar
[breyta | breyta frumkóða]Á Stór-Lundúnasvæðinu eru 32 borgarhlutar og Lundúnaborg, sem eru sýnd á þessu korti:
†† ekki borgarhluti * konunglegur borgarhluti |