Sturlungar
Útlit
Sturlungar voru valdaætt á Íslandi á Sturlungaöld, á fyrri hluta 13. aldar. Ættin er kennd við Sturlu Þórðarson, Hvamm-Sturlu, sem var ættfaðirinn. Margir merkir og sögufrægir menn voru afkomendur hans, til dæmis sagnaritararnir Snorri Sturluson, sem var sonur Hvamm-Sturlu, og Sturla Þórðarson, sem var sonarsonur hans. Einnig Sighvatur á Grund í Eyjafirði og synir hans, Sturla og Þórður kakali.
Ættartré Sturlunga
[breyta | breyta frumkóða]Hvamm-Sturla, Sturla Þórðarson, goði í Hvammi í Dölum, 1116 - 1183. │ ├─Halldór (var óskilgetinn sonur Sturlu) │ ├─Björn (var óskilgetinn sonur Sturlu) │ ├─Sveinn (óskilgetinn, móðir: Ólöf Vilhjálmsdóttir) │ ├─Helga (óskilgetin, móðir: Ólöf Vilhjálmsdóttir) │ ├─Þuríður (óskilgetin, móðir: Ólöf Vilhjálmsdóttir) │ │ │ ╰─Dufgus Þorleifsson, bóndi á Sauðafelli, í Hjarðarholti og í Stafholti │ │ │ ╰─Dufgussynir, Svarthöfði, Kolbeinn grön, Björn drumbur og Kægil-Björn │ ├─Valgerður (óskilgetin, móðir: Ólöf Vilhjálmsdóttir) │ ├─Sigríður (óskilgetin, móðir: Ólöf Vilhjálmsdóttir) │ ├─Steinunn, (móðir: Ingibjörg Þorgeirsdóttir) │ ├─Þórdís, (móðir: Ingibjörg Þorgeirsdóttir) │ ├─Þórður, (móðir: Guðný Böðvarsdóttir), bóndi á Stað á Ölduhrygg, 1165 - 1237 │ │ │ ├─Böðvar Þórðarson, bóndi á Stað á Ölduhrygg. │ │ │. │ │ ╰─Þorgils skarði Böðvarsson (d. 22. janúar 1258). │ │ │ ╰─Sturla Þórðarson, sagnaritari á Stað á Ölduhrygg (Staðastað) og Staðarhóli í Saurbæ, 1214 - 1284. │ │ │ ╰─Ingibjörg Sturludóttir, f. 1240, sjá Flugumýrarbrennu. │ ├─Sighvatur, (móðir: Guðný Böðvarsdóttir), goði á Grund í Eyjafirði og víðar, 1170 - 1238. Féll í Örlygsstaðabardaga. │ │ │ ├─Tumi (1198 - 1222, drepinn á Hólum af mönnum Guðmundar biskups Arasonar. │ │ │ ├─Sturla, goði á Sauðafelli í Dölum, 1199 - 1238, féll í Örlygsstaðabardaga │ │ │ ├─Kolbeinn Sighvatsson, bóndi á Grenjaðarstað (d. 1238), höggvinn eftir Örlygsstaðabardaga. │ │ │ ├─Markús Sighvatsson (d. 1238), féll í Örlygsstaðabardaga. │ │ │ ├─Steinvör Sighvatsdóttir, húsmóðir á Keldum á Rangárvöllum, f. um 1200, d. um 1270. Hún er kölluð „höfuðskörungur“ í Sturlungu. │ │ │ ├─Þórður kakali Sighvatsson, einvaldur höfðingi á Íslandi skamma hríð um miðja 13. öld, um 1210 - 1256. │ │ │ ├─Þórður krókur Sighvatsson (d. 1238), höggvinn eftir Örlygsstaðabardaga. │ │ │ ╰─Tumi yngri Sighvatsson (1222-1244), drepinn á Reykhólum af mönnum Kolbeins unga. │ ├─Snorri, (móðir: Guðný Böðvarsdóttir), sagnaritari og stórbóndi í Reykholti, 1178 - 1241. │ │ │ ├─Hallbera, fyrr gift Árna óreiðu, síðar gift Kolbeini unga á Víðimýri í Skagafirði, um 1201 - 1231. │ │ │ ├─Jón murti, var drepinn í Noregi, um 1203 - 1231. │ │ │ ├─Þórdís, seinni kona Þorvaldar Snorrasonar í Vatnsfirði, um 1205 - 1245 eða síðar. │ │ │ ├─Órækja, bjó í Stafholti í Borgarfirði, en var hrakinn úr landi eftir dráp föður síns (d. 1245). │ │ │ ╰─Ingibjörg, kona Gissurar jarls frá 1224 til um 1233, f. um 1208. │ ├─Vigdís, (móðir: Guðný Böðvarsdóttir), húsfreyja í Flatey á Breiðafirði │ ╰─Helga, (móðir: Guðný Böðvarsdóttir), gift Sölmundi austmanni.