Fara í innihald

Mount Garibaldi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mount Garibaldi.

Mount Garibaldi (Nch'kay á frumbyggjamáli) er eldkeila í Strandfjöllum Kanada í Bresku Kólumbíu og er 80 kílómetra norður af Vancouver. Það er 2678 metrar á hæð og er að miklu leyti úr bergtegundinni dasíti. Fjallið er nefnt eftir ítölskum stjórnmálamanni, Giuseppe Garibaldi sem sameinaði Ítalíu. Fjallið og umhverfi þess er á vernduðu svæði; Garibaldi Provincial Park sem er 1946 ferkílómetrar að stærð.

Fyrirmynd greinarinnar var „Mount Garibaldi“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 26. september, 2016 2016.