Fara í innihald

Steinkrympill

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Steinkrympill

Vísindaleg flokkun
Ríki: Fungi
Fylking: Ascomycota
Flokkur: Pezizomycetes
Ættbálkur: Pezizales
Ætt: Discinaceae
Ættkvísl: Gyromitra
Tegund:
G. esculenta

Tvínefni
Gyromitra esculenta
(Pers. ex Pers.) Fr. (1849)
Samheiti
  • Helvella esculenta Pers. (1800)
  • Physomitra esculenta (Pers.) Boud. (1907)

Steinkrympill (fræðiheiti Gyromitra esculenta) eða krymplusveppur[1] er asksveppur af ættkvíslinni Gyromitra. Sveppurinn finnst víða í Evrópu og Norður-Ameríku. Hann ber vanalega frjó í sandbornum jarðvegi undir barrtrjám að vori eða snemma sumars. Sveppurinn er óreglulega lagaður og að lögun eins og heili. Hann er dökkbrúnn og getur orðið 10 sm hár og 15 sm breiður á hvítum stilki sem getur orðið 6 sm að hæð.

Steinkrympill er afar eitraður hrár en í honum er eitrið Gyromitrin. Eitrunaráhrif hafa verið þekkt lengi en sums staðar er sveppurinn þurrkaður því mest af eitrinu hverfur við þurrkun. Eftir það er hann soðinn og vatninu hellt af.

Steinkrympill hefur fundist á Íslandi.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Helgi Hallgrímsson. 2010. Sveppabókin. Skrudda, Reykjavík. ISBN 978-9979-655-71-8
  Þessi sveppagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.