Spaug til einhvers
Útlit
(Endurbeint frá Spaugstofan (1987))
Spaugstofan öðru nafni Spaug til einhvers var fjögurra þátta gamanþáttasería sýnd á RÚV á mánudagskvöldum árið 1987, þáttaröðin var samt tekin upp árið 1986. Um var að ræða fjóra prufuþætti sem einkenndust af stuttum atriðum. Þarna var Pálmi Gestsson ekki komin í hópinn en Laddi var í hans stað. Björn Emilsson stjórnaði upptöku. Hugmyndin kom til vegna þess að sami hópur sá um áramótaskaupin 1985 og 1986. Fyrsti þátturinn var sýndur 9. febrúar og sá síðasti 2. mars 1987. Ekki voru framleiddir fleiri þættir en Spaugstofan kom aftur saman á RÚV undir merkinu 89 á stöðinni árið 1989 en með Pálma Gestssyni í stað Ladda.