Spartium junceum
Spartium junceum | ||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() | ||||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||||
Spartium junceum L. | ||||||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||||||
|
Geislasópur, (fræðiheiti: Spartium junceum)[2], er runni af ertublómaætt. Hann er eina tegundin í ættkvíslinni spartium,[3][4][5] en er náskyld öðrum sópum í ættkvíslunum Cytisus og Genista. Fræðiheitið junceum þýðir "sef-líkt" (Juncus), og vísar til sprotanna, sem hafa viss líkindi við stráin á sefi (Juncus).[6]
Útbreiðsla og búsvæði[breyta | breyta frumkóða]
Geislasópurinn er ættaður frá svæðum í kring um Miðjarðarhaf; suður-Evrópu, suðvestur-Asíu og norðvestur-Afríku,[7] þar sem hann vex á björtum stöðum, yfirleitt í þurrum, sendnum jarðvegi.
Lýsing[breyta | breyta frumkóða]
Hann er kröftugur lauffellandi runni sem verður um 2 til 4 m hár, sjaldan 5 metrar, með megingreinar að 5 sm þykkar, sjaldan 10 sm. Hann er með gilda, grágræna sprota með gisin lauf; 1 til 3 sm long og að 4 mm breið. Blöðin falla fljótt af.[8] Síðla vors og snemm sumars eru plönturnar þaktar sterkgulum ilmandi blómum.
Ágeng tegund[breyta | breyta frumkóða]
Geislasópur hefur verið fluttur til margra svæða, og er talinn skaðleg ágeng tegund á svæðum með miðjarðarhafsloftslagi svo sem Kaliforníu og Oregon, Havaí, mið-Chile, suðaustur-Ástralíu, Vesturhöfða í Suður-Afríku og Kanaríeyjum og Azoreyjum.[7][9] Hann var fyrst fluttur til Kaliforníu sem skrautplanta.[9][10]
Nytjar[breyta | breyta frumkóða]
Geislasópur er notaður sem skrautplanta í görðum og landslags hönnun. Hún hefur fengið Royal Horticultural Societys Award of Garden Merit.[11]
Í Bólivíu og Perú er hann þekktur sem retama[7] og er orðinn mjög útbreiddur á sumum svæðum. Hann er ein af algengustu skrautplönum þar og sést oft til dæmis við gangbrautir í La Paz.
Plantan er einnig notuð sem bragðefni og sem ilmolía.[7][12] Trefjar hans hafa verið notaðar í föt og einnig nýtist hann í jurtalitun (gult).[12][13]
Myndir[breyta | breyta frumkóða]
-
Runnar af Spartium junceum
-
Blóm
-
Nærmynd af blómi
-
Þroskaður fræbelgur
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Cardoso D, Pennington RT, de Queiroz LP, Boatwright JS, Van Wyk BE, Wojciechowski MF, Lavin M (2013). „Reconstructing the deep-branching relationships of the papilionoid legumes“. S Afr J Bot. 89: 58–75. doi:10.1016/j.sajb.2013.05.001.
- ↑ USDA, NRCS (n.d.). „Spartium junceum“. The PLANTS Database (plants.usda.gov) (enska). Greensboro, North Carolina: National Plant Data Team. Sótt 24. nóvember 2015.
- ↑ „ILDIS LegumeWeb entry for Spartium“. International Legume Database & Information Service. Cardiff School of Computer Science & Informatics. Sótt 15. apríl 2014.
- ↑ USDA; ARS; National Genetic Resources Program. „GRIN species records of Spartium“. Germplasm Resources Information Network—(GRIN) [Online Database]. National Germplasm Resources Laboratory, Beltsville, Maryland. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. september 2015. Sótt 15. apríl 2014.
- ↑ „The Plant List entry for Spartium“. The Plant List. Royal Botanic Gardens, Kew and the Missouri Botanical Garden. 2013. Sótt 15. apríl 2014.
- ↑ A–Z encyclopedia of garden plants. London, United Kingdom: Dorling Kindersley in association with the Royal Horticultural Society. 2008. bls. 1136.
- ↑ 7,0 7,1 7,2 7,3 „GRIN Species Profile“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. september 2015. Sótt 15. október 2017.
- ↑ Jepson Manual Treatment
- ↑ 9,0 9,1 US Forest Service Fire Ecology
- ↑ Element Stewardship: S. junceum
- ↑ „RHS Plant Selector - Spartium junceum“. Sótt 4. júní 2013.[óvirkur tengill]
- ↑ 12,0 12,1 „FAO“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. mars 2016. Sótt 15. október 2017.
- ↑ botanical.com
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

- USDA Plants Profile Geymt 2013-04-25 í Wayback Machine