Fara í innihald

Pearl Jam

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pearl Jam á tónleikum (2009).

Pearl Jam er bandarísk rokk hljómsveit sem stofnuð var árið 1990. Hljómsveitin var þekkt sem ein af lykilhljómsveitum gruggtónlistarstefnunnar við upphaf 10. áratugarins. Hún var stofnuð á rústum hljómsveitarinnar Mother Love Bone en eftir andlát söngvara þeirrar sveitar, Andrew Wood, sendi Eddie Vedder sem bjó í San Diego á þeim tíma hljómsveitinni demó-kasettu með söng og lögum. Meðlimirnir hrifust af söngnum og textagerð og buðu hann velkominn í hljómsveitina.

Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar var Ten en hún er enn þann dag í dag mest selda plata allra tíma frá jaðarrokk-flytjanda í Bandaríkjunum.

Pearl Jam hefur lagt ýmsum samfélagslegum málefnum lið og hefur meðal annars stutt baráttu fyrir fóstureyðingum og unga drengi sakfelldir fyrir morð (West Memphis Three).

Sveitin hefur verið með nokkra trommara en frá 1998 hefur Matt Cameron sem einnig er í grugg-sveitinni Soundgarden lamið húðir fyrir hana.

Hljómplötur

[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.