Fara í innihald

Snið:Gæðagrein af handahófi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stjórnarskrá Íslands
Stjórnarskrá Íslands

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er æðstu lög Íslands, sem öll önnur lög landsins verða að hlíta. Núverandi stjórnarskrá var samþykkt sem lög nr. 33/1944 af Alþingi við lýðveldisstofnunina á Þingvöllum, 17. júní 1944. Stjórnarskráin er í 80 greinum í 7 köflum og í henni er stjórnskipan landsins ákveðin og ýmis grundvallarréttindi borgaranna vernduð.

Á 19. öld hljóp mikill kraftur í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga samfara því sem þjóðernishyggja og kröfur um aukin borgaraleg réttindi urðu háværari á meginlandi Evrópu. Í júní 1849 sá þáverandi konungur Danmerkur sig tilneyddan til að ganga til móts við kröfur frjálslyndra og þjóðernissinna og samþykkti stjórnarskrá fyrir Danmörk og þar með einnig Ísland. Sú stjórnarskrá afnam einveldið og kom á stjórnarskrárbundinni konungsstjórn þar sem völd yfir nokkrum mikilvægum málaflokkum voru færð til þjóðkjörins þings.

Lesa áfram um stjórnarskrá Íslands...