Snæhéri
Útlit
Snæhéri | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Lepus timidus Linnaeus, 1758 | ||||||||||||||
Útbreiðsla snæhéra (grænt - innfæddur, rautt - innfluttur)
|
Snæhéri (fræðiheiti: Lepus timidus) er spendýr af ættbálki héradýra. Hann lifir í köldum löndum (í Evrasíu) og skiptir lit eftir árstíðum. Snæhérinn er stærsta nagdýr Norðurlanda, en hann er álíka stór og köttur. Hann er fremur grannvaxinn og samsvarar sér vel.
Snæhérar voru fluttir frá Noregi til Færeyja árið 1855. Á Íslandi eru engir snæhérar en reynt var tvisvar að flytja þá til landsins, fyrst 1784.[2] Seinna skiftið, eða árið 1861, voru fluttir snæhérar frá Færeyjum til Íslands og þeim komið fyrir úti í Viðey. Virtust þeir dafna vel en þóttu harðleiknir við æðarvarpið og var lógað. Síðan þá hafa ekki verið snæhérar á Íslandi, en þrátt fyrir það er bannað samkvæmt íslenskum lögum að skjóta þá.
Annað
[breyta | breyta frumkóða]Heimskautahéri - Lepus arcticus
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Snæhéri.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Lepus timidus.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Smith, A.T.; Johnston, C.H. (2019). „Lepus timidus“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2019: e.T11791A45177198. doi:10.2305/IUCN.UK.2019-1.RLTS.T11791A45177198.en. Sótt 19. nóvember 2021.
- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 3. desember 2021.