Fara í innihald

Smallville (4. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Smallville er bandarísk dramaþáttaröð. Sýningar á fyrstu þáttaröðinni hófust þann 22. september 2004 og þeim lauk 21. maí 2005. Þættirnir voru 22 og er hver þeirra um 42 mín. að lengd. Lois Lane (sem verður eiginkona Clarks Kent í framtíðinni) kemur fram í þessari þáttaröð og er frænka Chloear.

Aðalleikarar

[breyta | breyta frumkóða]

Tom Welling sem Clark Kent/Kal-El

Kristin Kreuk sem Lana Lang, Isobelle Thoreaux greifynja

Michael Rosenbaum sem Lex Luthor

Jensen Ackles sem Jason Teague

Allison Mack sem Chloe Sullivan

John Glover sem Lionel Luthor

Annette O'Toole sem Martha Kent

John Schneider sem Jonathan Kent

Gestaleikarar

[breyta | breyta frumkóða]

Erica Durance sem Lois Lane

Jane Seymore sem Genevieve Teague, Gertrude hertogynja

Margot Kidder sem Bridgette Crosby

Terence Stamp sem rödd Jor-Els

Michael Ironside sem Sam Lane hershöfðingi

Robert Wisden sem Gabe Sullivan

Eric Johnson sem Whitney Fordman

Peyton List sem Lucy Lane

Sarah Carter sem Alicia Baker

Kyle Gallner sem Bart Allen

Trent Ford sem Mikhail Mxyzptlk

Hundurinn Bud sem Shelby (áður Krypto og Clarky)

Titill Sýnt í U.S.A. #
„Crusade“ 22. september 2004 67 – 401

19 ára gömul Lois Lane kemur til Smallville til að komast að því hvað gerðist fyrir frænku sín Chloe Sullivan. Hún finnur Clark nakinn í kornakri með minnisleysi. Henni tekst að skila honum til Mörthu. Skyndilega kemur að ljós að Jor-El hefur endurforritað Clark sem Kal-El til að uppfylla kryptónsku örlög sín og getur Kal-El flogið. Martha fær hjálp frá Brigette Crosby sem vinnur með Dr. Swann og afhendir henni svart kryptonít sem getur skip manni í tvo persónuleika. Lex tókst að lifa af eitrið með því að sía blóðið í sér og ferðast nú um heiminn í leit að fornum Valdasteinum sem ku innihalda gífurlega kunnáttu. Lana byrjar með Jason Teague í París og þegar hún er vinna að verkefni um gröf Margret Isobel Thoreaux greifynju vaknar hún næsta dag með skrítið húðflúr.

- Titillinn þýðir "Krossför"

Höfundar: Alfred Gough og Miles Millar, Leikstjóri: Greg Beeman

„Gone“ 29. september 2004 68 – 402

Clark og Lois vinna saman til að komast að því hvað gerðist fyrir Chloe þegar Clark fattar að gröfin hennar er tóm. Clark grunar að Lex og faðir Loisar, Sam Lane hershöfðingi, séu að fela eitthvað varðandi Chloe. Á meðan sendir Lionel launmorðingja til að drepa Chloe áður en hún mætir fyrir rétti. Lana snýr aftur til Smallville vegna þess að hún sér að húðflúr-táknið á henni er einnig fundið í Kawachi-hellunum. Með Lionel í lífstíðarfangelsi verður Lex forstjóri LuthorCorp.

- Titillinn þýðir "Horfin"

Höfundar: Brian Peterson og Kelly Souders, Leikstjóri: James Marshall

„Façade“ 6. október 2004 69 – 403

Sam Lane hershöfðingi upplýsir Lois um að hana vantar nokkrar miðskólaeiningar til að komast í háskóla og þarf að ganga í Smallville High með Clark, Lönu og Chloe - Clark til mikillar gremju. Jason kemur til Smallville og fær vinnu sem aðstoðaþjálfari skólaruðningsliðsins sem þýðar samband hans og Lönu er bannað með reglum en það stöðvar þau ekki. Á meðan fór lúðinn Abigail Fine í kryptonítaukna fegrunaraðgerð en getur ekki kysst stráka án þess að auka seratóninflæði þeirra sem veldur ofsjónum. Lois, Clark og Chloe rannsaka málið.

- Titillinn þýðir "Yfirskinn" og vísar til þess að allir dulbúa sig til að falla í hópinn og Lois segir í þættinum um miðskóla: "It's all a façade."

Höfundur: Holly Harold, Leikstjóri: Pat Williams

„Devoted“ 13. október 2004 70 – 404

Nokkrar klappstýrurnar eru þreyttar á að kærastar þeirra vilji ekki gera það sem þær langar þannig að þær búa til ástardrykk sem fær þá til þess að hlýða þeim í einu og öllu. Jason drekkur þetta og ræðst á Clark fyrir að tala við Lönu. Chloe drekkur drykkinn líka og hættir með skólablaðið fyrir Clark. Clark og Lois ákveða að finna leið til að lækna þá, Chloe og Jason. Í endanum fær Lex annað tækifæri til að vera vinur Clarks og hann hjálpar Lois að fá síðustu einingarnar svo hún komist í háskóla (svo Clark þurfi ekki vera lengur í kringum hana).

- Titillinn þýðir að vera einhverju trúr

Höfundur: Luke Schelhaas, Leikstjóri: David Carson

„Run“ 20. október 2004 71 – 405

Clark hittir Bart Allen sem er vandræðaunglingur sem hleypur næstum hraðar en ljósið og notar þann hæfileika til að stela. Clark ákveður að koma vitinu fyrir Bart áður en hann lendir í klandri. Lex kaupir gamalt handrit með kryptonskum táknum og ku fela einhverskonar kort til að finna næsta stein.

- Titillinn þýðir "Kapphlaup"

Höfundur: Steven S. DeKnight, Leikstjóri: David Barrett

„Transference“ 27. október 2004 72 – 406

Lionel tekst að finna einn Valdasteininn sem gerir honum kleift að skipta um líkama við einhvern. Hann ætlar gera það við Lex en Clark kemur á milli þeirra. Lionel í líkama Clarks misnotar alla ofurkrafta hans til þess að hefna sín á Lex og Chloe. Clark í líkama Lionels tekst að plata Lionel aftur í fangelsið og þeir skipta um líkama og Clark fer á brott. Lionel man ekkert en það kemur í ljós að Clark læknaði lifur Lionels og Lionel telur þetta kraftaverk merki um að hann eigi bæta upp fyrir syndir sínar. í endanum fær Brigette Crosby steininn.

- Titillinn þýðir "Tilflutningur"

Höfundar: Todd Slavkin og Darren Swimmer, Leikstjóri: James Marshall

„Jinx“ 3. nóvember 2004 73 – 407

Nýr skiptinemi sem heitir Mikhail Mxyzptlk kemur til Smallville High og hefur hæfileikann til að láta fólk gera það sem hann segir og nýtir það til að vinna veðmál. Clark og Chloe reyna að stöðva hann. Lex kemur upp um samband Lönu og Jason og Jason verður rekinn. Lönu grunar að Clark kjaftaði í öfundsýki.

- Titillinn þýðir "Óheillakráka"

Höfundur: Mark Warshaw, Leikstjóri: Paul Shapiro

„Spell“ 10. nóvember 2004 74 – 408

Eftir að Lana opnar galdrabók Margaret Isobel Thoreaux verður hún andsetin af anda nornarinnar (þökk sé skrítna húðflúrinu) og ætlar sér að finna Valdasteinana þrjá. Hún lætur aðrar nornir andsetja líkama Loisar og Chloear. Clark og Jason reyna að stöðva þær. Clark uppgötvar að galdur getur haft áhrif á og meitt sig.

- Titillinn þýðir "Galdur"

Höfundur: Steven S. DeKnight, Leikstjóri: Jeannot Szwarc

„Bound“ 17. nóvember 2004 75 – 409

Lex vaknar í hótelherbergi með látinni stelpu. Clark og Chloe reyna að komast að hvað er á seyði sem leiðir til þess að Clark leitar hjálpar hjá betrumbættum Lionel. Á meðan hittir Jason móður sína Genevieve Teague og Lana man eftir henni í sýn af aftöku Isobel Thoreaux.

- Titillinn þýðir "Bundinn" eða "Skuldbundinn"

Höfundur: Luke Schelhaas, Leikstjóri: Terrence O'Hara

„Scare“ 1. desember 2004 76 – 410

Þegar LuthorCorp er að vinna að óttalyfi losnar það óvart út til Smallville. Jason, Lana, Chloe, Martha og Jonathan eru föst í eilífri martröð og hjartað í þeim gæti gefið sig hvenær sem er. Clark smitast líka en vaknar og heimtar að Lex noti sig sem tilraundýr til að bjarga Smallville. Dularfull valdmikil manneskja losar Lionel úr fangelsinu.

- Jason dreymir að Lana uppgötvi hvers vegna hann kom til Smallville og haldi framhjá sér með Clark, Chloe dreymir að hún verði geðveik eins og móðir sín, Lönu dreymir að allir í kringum sig muni deyja, Clark dreymir um annað loftsteinaregn og Lana drepi sig fyrir að vera geimvera, Lex dreymir að hann sé forseti og sendi kjarnorkuflugskeyti af stað og drepi alla í heiminum.

- Titillinn þýðir "Hræðsla"

Höfundar: Kelly Souders og Brian Peterson, Leikstjóri: David Carson

„Unsafe“ 26. janúar 2005 77 – 411

Alicia Baker er útskrifuð frá Belle Reve sem heil á geði og vill byrja aftur með Clark. Þegar Clark er efins um að fara frá Smallville með henni setur hún á hann rauðan kryptoníthring og Clark ákveður að giftast henni í Vegas. Sálfræðingur Aliciu er öfundsjúkur út í Clark og ætlar að drepa hann. Á meðan íhugar Lana að sofa hjá Jason svo að yfirgefi hana ekki.

- Titillinn þýðir "Óöruggur"

Höfundar: Steven S. DeKnight og Jeph Loeb, Leikstjóri: Greg Beeman

„Pariah“ 2. febrúar 2005 78 – 412

Þegar ráðist er á Lönu í lokuðu herbergi liggur Alicia undir grun, sérstaklega þegar Clark kemst að því að hún er hætt að nota blýarmbandið sem vann á móti eiginleikum hennar. Alicia vill að Clark segji öllum sannleikan um sig en þegar að hann neitar platar hún hann að nota ofurkrafta sína fyrir framan Chloe. Lois kemst að því að það er einhver annar á bakvið árásina á Lönu.

- Titillinn þýðir "Úrhrak" sem vísar til Aliciu eftir að hún er grunuð

Höfundur: Holly Harold, Leikstjóri: Paul Shapiro

„Recruit“ 9. febrúar 2005 79 – 413

Lois er handtekinn fyrir að lama ungan strák í háskólanum í Metropolis. Ruðningsstjarna háskólans Geoff Johns sýnir Clark ruðningslífið þar og Chloe sækir um í háskóla þar líka. Saman komast Lois, Clark og Chloe að Geoff hafi hæfileikan til að lama fólk og notar það í ruðningi. Clark þarf svo að bjarga Lois frá Geoff. Chloe reynir laumulega að sýna Clark stuðning varðandi leyndarmálið hans. Í endanum á þættinum fær Lois að gista hjá Kent-fólkinu.

- Titillinn þýðir "Nýliði"

Höfundar: Todd Slavkin og Darren Swimmer, Leikstjóri: Jeannot Szwarc

„Krypto“ 16. febrúar 2005 80 – 414

Tveir bræður gefa tveim hundum kryptonítstera til að gefa þeima ofurkrafta og hjálpa þeim að ræna búðir. Annar hundana strýkur og Lois fer með hann á Kent-býlið. Bræðurnir reyna að ná hundinum aftur og Lois og Clark reyna að stöðva þá. Í endann fær Clark að eiga hundinn sem Martha nefnir Shelby. Lionel afhendir Jason afrit af kortinu hans Lex sem leiðir hann til Kína.

- Krypto er vísun í ofurhundinn Kryptó, gæluhund Ofurmennisins. Clark vill skíra Shelby Krypto en Lois segir að næsti hundurinn hans megi heita það.

Höfundur: Luke Schelhaas, Leikstjóri: James Marshall

„Sacred“ 23. febrúar 2005 81 – 415

Clark fær fréttir af því að Dr. Virgill Swann sé látinn. Á sama tíma fær hann pakka frá Swann sem inniheldur lykillinn að geimskipinu sem týndist í "Legacy". Clark talar við Jor-El og hann segir Clark að hann þurfi að finna alla þrjá Valdasteinanna (því þekking alheimsins er einungis ætluð honum). Lana kemst að því í gegnum Lionel að Jason er í Kína með Lex. Hún ákveður að elta þá og Clark kemur með þegar hann grunar að einn steinninn er falinn í Sjanghæ. Í endanum á þættinum tekst Jason að koma steininum til Smallville. Clark reynir ná samband við Brigette Crosby en fær ekki samband og engin gögn eru til um tilvist hennar.

- Titillinn þýðir "Helgur"

Höfundar: Kelly Souders og Brian Peterson, Leikstjóri: Brad Turner

„Lucy“ 2. mars 2005 82 – 416

Litla systir Loisar, Lucy kemur til Smallville og fær að gista hjá Kent-fjölskyldunni. Lois segir Clark að hún var send í besta einkaskólan í Evrópu. Lucy er á flóttanum frá þýskum glæpamönnum sem hún skuldar peninga og Clark ákveður að biðja Lex um hjálp. Lana og Jason komast að því að einhver hefur stolið steininum sem Jason náði í Kína og hann grunar Lionel.

Saga: Neil Sadhu, Handrit: Neil Sadhu og Daniel Sulzberg, Leikstjóri: David Barrett

„Onyx“ 13. mars 2005 83 – 417

Lex er að vinna að tilraun með svart kryptonít (hann hitar grænt kryptonít) til að aðskilja veik gen plantna frá þeim sterku. En tækið springur og svarta kryptonít geislunin skiptir Lex í tvennt: Vonda Lex (Alexander) og góða Lex. Alexander læsir Lex í kjallaranum og uppgötvar ofurkrafta Clarks og veikleika hans og notar tækifærið til að fá Clark til að vinna með sér og reyna við Lönu.

- Titillinn þýðir "Ónyx" sem er kvarstegund og er líka annað orð yfir svartan/dökkan lit

Höfundur: Steven S. DeKnight, Leikstjóri: Terrence O'Hara

„Spirit“ 20. mars 2005 84 – 418

Gelgjan Dawn Stiles sem dýrkar allar "helgar hefðir" skólans eins og lokaballið deyr kvöldið áður í bílslysi. En andi hennar losnar og getur andsetið líkama annar og skipt um líkama ef hún snertir einhvern annan og ætlar sér að verða lokaballsdrottningin og drepa kærastann sinn sem nýhætti með henni. Clark og Lana vita ekki hvort þau vilji mæta á meðan Chloe er tilnefnd sem lokaballsdrottning. Lex finnur lík Brigettar Crosby og kemur því í felur. Það kemur í ljós að Jason og Genevieve myrtu hana fyrir Valdasteininn sem hún var með.

- Titillinn þýðir "Andi"

Höfundur: Luke Schelhaas, Leikstjóri: Whitney Ransick

„Blank“ 27. mars 2005 85 – 419

Kevin Grady er strákur með hæfileika til að eyða sekúndnaminni hjá fólki en þegar hann notar hæfileikan á Clark fær hann alminnisleysi. Og þegar Kent-hjónin eru utanbæjar þarf Chloe að leiðbeina Clark og kenna honum að nota kraftana ekki sína á almannafæri.

- Titllinn þýðir "Eyða"

Höfundar: Brian Peterson og Kelly Souders, Leikstjóri: Jeannot Szwarc

„Ageless“ 13. maí 2005 86 – 420

Clark og Lana finna barn út í kornakri. Adams fógeti leyfir Kent-fjölskyldunni að annast barnið þar til félagsmálastofnun kemur. Clark og Lana skíra hann Evan. Þeim bregður heldur betur í brún þegar Evan verður 7 ára á einum degi. Þau leita til Lex sem segir þeim að beinmergsígræðing frá foreldri er ein leiðin til að bjarga Evan. Lionel eitrar fyrir Genevieve til að fá einn Valdasteininn.

- Titillinn þýðir "Ævarandi"

Höfundur og leikstjóri: Steven S. DeKnight

„Forever“ 11. maí 2005 87 – 421

Skólaljósmyndarinn Brendan vill vera í miðskóla af eilífu og rænir Lönu, Chloe og nokkrum öðrum nemendum og breytir þeim sem reyna að flýja í vaxstyttur. Clark og Lois rannsaka málið og reyna bjarga nemendunum. Á meðan ræna Jason og Genevieve Luthor-feðgunum og pynta þá þar til Lionel segir þeim að Lana sé með einn steininn. Genevieve fer heim til Lönu á með Jason á að drepa feðgana. Lex og Lionel tekst að sleppa. Jason segir Lex að Clark sé líka tengdur steinunum en Lionel skýtur hann áður en hann getur sagt fleira.

- Titillinn þýðir "að eilífu"

Höfundar: Brian Peterson og Kelly Souders, Leikstjóri: James Marshall

„Commencement“ 18. maí 2005 88 – 422

Lana kemur heim til sín og Genevieve ræðst hana og heimtar steininn. Isobel tekur yfir líkama Lönu og drepur Genevieve með steininum. Lex kemur að Lönu í sjokki. Clark dreymir um að annað loftsteinaregn sé á leiðinni. Lex felur Lönu á setrinu og ætlar að koma henni til New York til lögfræðinga sinna. Hann fer síðan heim til Lönu og sér að Lionel hefur falið lík Genevieve og hreinsað blóðið. Hann hótar gefa sönnunargögn um morðið sem Lana framdi nema Lex afhendi honum steininn. Á útskriftardeginn fá íbúar Smallville viðvörun um loftsteinaregnið. Clark flýtir sér í hellinn og talar við Jor-El. Jor-El segir Clark að hann frestaði leitinni að steinunum of lengi og nú er Clark að renna út á tíma og verður að sameina steinana þrjá undir eins ef hann vill bjarga heiminum. Lana hittir Clark og afhednir honum steininn sem hún myrti Genevieve með og játar að hún elski hann. Þegar Clark sameinar annan steinin virkjast síðasti steinnin í jakkavasa Lionels og hann fellur í dá (og lærir kryptonska tungumálið). Lex tekur steininn og setur hann í fjáhirsluna sína. Jason tekur Mörthu og Jonathan í gíslingu og telur Clark hafa steinana. Chloe reynir að komast til Luthor-setursins til að finna Lönu. Clark finnur steininn sem Lex setti í fjárhirsluna en líður út af vegna kryptonítsins sem er geymt þar. Chloe kemur og dregur Clark út úr fjárhirslunni og hann flýr í burtu áður en Lex kemur. Lex bjálast og veit Chloe leynir eitthvað og fer með hana í Kawachi-hellana. Loftsetinaregnið skellur á. Lana er í þyrlu á leið til New York en hún hrapar. Clark tekst að sameina steinana og þeir mynda Þekkingakristalinn. Lex og Chloe koma inn í hellinn á því augnabliki og hvítt ljós lýsir allan hellinn. Lana kemst úr þyrlunni en finnur svart geimskip á jörðinni og einhverjir koma út úr því. Einn loftsteinninn lendir Kent-býlinu og drepur Jason. Clark er allt í einu staddur á norðurheimskautinu og hendir kristalnum lang í burskann...

- Titillinn þýðir "Skólaslit"

Höfundar: Todd Slavkin og Darren Swimmer, Leikstjóri: Greg Beeman