Smallville (5. þáttaröð)
Smallville er bandarísk dramaþáttaröð. Sýningar á fyrstu þáttaröðinni hófust þann 29. september 2005 og þeim lauk 11. maí 2006. Þættirnir voru 22 og er hver þeirra um 42 mín. að lengd. Tom Welling aðalleikari þáttana leikstýrði fyrsta þættinum sínum sem bar nafnið Fragile.
Aðalleikarar
[breyta | breyta frumkóða]Tom Welling sem Clark Kent
Kristin Kreuk sem Lana Lang
Michael Rosenbaum sem Lex Luthor, Zod-í-Lex
Erica Durance sem Lois Lane
Allison Mack sem Chloe Sullivan
John Glover sem Lionel Luthor
Annette O'Toole sem Martha Kent
John Schneider sem Jonathan Kent
Gestaleikarar
[breyta | breyta frumkóða]James Marsters sem Milton Fine prófessor/Brainiac
Alan Ritchson sem Arthur Curry
Lee Thompson Young sem Victor Stone
Camille Mitchell sem Nancy Adams fógeti
Jill Reed sem Maggie Sawer lögregluforingi
Tom Wopat sem Jack Jennings þingmaður
Leonard Roberts sem Nam-Ek
Alana De La Graza sem Aethyr
Kevin Daniels sem Greg Flynn
Denise Quinones sem Andrea Rojas/Acrata (Angel of Vengeance)
Carrie Fisher sem Pauline Kahn
Hundurinn Bud sem Shelby
Þættir
[breyta | breyta frumkóða]Titill | Sýnt í U.S.A. | # | ||
---|---|---|---|---|
„Arrival“ | 29. september 2005 | 89 – 501 | ||
Clark notar Þekkingarkristalinn til að mynda Einveruvirkið og hefja þjálfun sína hjá Jor-El. Chloe fluttist til norðurheimskautsins með honum og deyr næstum því úr ofkuli þegar Jor-El meinar henni aðgang að Virkinu. Clark biður Jor-El að leyfa sér að bjarga Chloe en þarf snúa aftur til Einveruvirkisins áður en gula sólin sest. Clark fer með hana á spítala og segir Clark sannleikan um sig en þarf að fara til Smallville til að bjarga foreldrum sínum og Lönu frá vondum Krypton-búum sem ætla sér að sigra jörðina. Clark tekst ekki að snúa aftur til Einveruvirkisins og sviptir Jor-El Clark ofurkröftum sínum, Clark til millar ánægju því hann getur hafið eðlilegt samband með Lönu. Lex rannsakar svarta skipið og illmennið Brainiac kemur til jarðar. Lionel er með stjarfaklofa og er fluttur á Belle Reve-geðveikrahælið. - Titillinn þýðir "Koma" sem getur átt við komu svarta skipsins og Brainiacs. Höfundar: Todd Slavkin og Darren Swimmer, Leikstjóri: James Marshall | ||||
„Mortal“ | 6. október 2005 | 90 – 502 | ||
Clark er himinlifandi að geta verið í sambandi með Lönu án þess að ljúga. En þegar þrjú loftsteinafrík halda Lönu, Mörthu og Jonathan í gíslingu nema Clark brjótist inn í Hæð 3 í LuthorCorp-verksmiðju og afhendi þeim loftsteinalyf sem þeir eru háðir þarf hann að reiða sig á Chloe. Chloe kemst að því að Lex hleypti fríkunum út til að athuga hvort Clark hefði ofurkrafta og Clark segir Lex að vináttu þeirra sé lokið. Lionel byrjar að krota kryptonsk merki í klefanum sínum. - Titillinn þýðir "Dauðlegur" Höfundur: Steven S. DeKnight, Leikstjóri: Terrence O'Hara | ||||
„Hidden“ | 13. október 2005 | 91 – 503 | ||
Gabriel, fyrrum nemandi og tölvuhakkari frá Smallville High ákveður drepa öll loftsteinafríkin og hakkar sig inn stjórnkerfi kjarnorkuvopna og beina kjarnorkuflugskeyti að Smallville. Clark og Chloe reyna að stöðva hann en Gabriel skýtur og drepur Clark og rænir Chloe. Jor-El nær stjórn á líkama Lionels og ákveður að lífga Clark við og veita honum ofurkraftana aftur en einhver nálægur honum mun þurfa að deyja í staðinn. Lionel vaknar úr stjarfklofanum og segir Lex að hann muni ekkert eftir því sem gerðist. - Titillin þýðir "Falinn" Höfundar: Kelly Souders og Brian Peterson, Leikstjóri: Whitney Ransick | ||||
„Aqua“ | 20. október 2005 | 92 – 504 | ||
Þegar Lois drukknar næstum er henni bjargað af Arthur 'A.C.' Curry sem getur synt hraðar en Clark. A.C. og Lois byrja saman og Clark grunar að það sé eitthvað bogið við hann. Á meðan segir háskólaprófessor Clarks, Milton Fine, að Lex sé að vinna að hanna hættuleg vopn fyrir herinn og Clark fattar að það er ástæðan fyrir því að A.C. kom til Smallville. Þeir vinna saman að eyðileggja vopnið áður en það verður fjöldaframleitt. - Titillinn þýðir "Vatn" og er vísun í Aquaman sem er dulnefni A.C. í myndsögunum Höfundar: Todd Slavkin og Darren Swimmer, Leikstjóri: Paul Shapiro | ||||
„Thirst“ | 27. október 2005 | 93 – 505 | ||
Lana kemst seint í háskólann í Metropolis og þarf að sækja um í systrafélagi til að fá gistingu. En Buffy Sanders, sem er leiðtogi systrafélagsins, breytir Lönu í vampíru. Fine prófessor segir þetta tengt leyniverkefnum LuthorCorps og að Lex sé með lækninguna. Chloe sækir um starf hjá Daily Planet en henni gengur illa að sannfæra Pauline Kahn, ritsjóra blaðsins, að hún eigi skilið að fá vinnu. - Buffy Sanders er vísun í Buffy Summers úr Buffy The Vampire Slayer, James Marsters sem leikur próf. Fine lék vampíruna Spike, og Steven S. DeKnight var rithöfundur fyrir Buffy-þættina. - Titillinn þýðir "Þorsti" Höfundur: Steven S. DeKnight, Leikstjóri: Paul Shapiro | ||||
„Exposed“ | 3. nóvember 2005 | 94 – 506 | ||
Stelpa hefur samband við Chloe og vill að hún hjálpi sér en er drepin. Í ljós kemur að einhver er að reyna að klína morðinu á Jack Jennings þingmann sem er gamall vinur Jonathans. Clark ákveður að rannsaka málið sem leiðir hann í stippklúbb þar sem Lois þarf að dulbúast sem fatafella. Lex býður sig fram sem frambjóðanda fyrir þingsæti Kansas. Í lokin segir Jennings af sér og biður Jonathan að keppa á móti Lex. Í endanum flytja Chloe og Lois saman í Talon-íbúðina. Höfundar: Brian Peterson og Kelly Souders, Leikstjóri: Jeannot Szwarc | ||||
„Splinter“ | 10. nóvember 2005 | 95 – 507 | ||
Clark er sýktur af nýju kryptoníti: silfurkryptoníti sem gerir hann ofsóknarbrjálaðan og telur að Chloe er að senda Lionel tölvupóst um sig, Jonathan ætla selja Clark sem tilraunadýr og að Lana sé að halda framhjá honum með Lex. Fine prófessor er líklega sá eini sem getur stöðvað Clark áður en hann drepur einhvern því að hann hefur kryptonska ofurkrafta. - Titillinn þýðir "Flís" Höfundur: Steven S. DeKnight, Leikstjóri: James Marshall | ||||
„Solitude“ | 17. nóvember 2005 | 96 – 508 | ||
Þegar Martha verður fyrir barðinu á kryptonskum sjúkdómi telur Clark að Jor-El hefur valið móður hans til að deyja fyrir upprisu sína í "Hidden". Hann talar við Fine sem sannfærir hann að til að bjarga Mörthu þarf hann að eyða Einveruvirkinu. Lionel segir Chloe að hann gruni að Fine sé með ofurkrafta og hún kemst að því að Fine er einhverskonar vélvera. Þegar Clark færir Fine í Virkið veikir Fine hann með kryptoníti og segist vera Brainiac, kryptonsk ofurtölva, sem ætlar hleypa hinum miskunarlausa Zod hershöfðingja til jarðar. Chloe bjargar Clark og hann sigrar Brainiac og Martha læknast. Clark sér að Lana hefur verið að rannsaka svarta skipið mep Lex. - Titillinn þýðir "Einvera" og er vísun í The Fortress of Solitude (Einveruvirkið) Höfundar: Todd Slavkin og Darren Swimmer, Leikstjóri: Paul Shapiro | ||||
„Lexmas“ | 8. desember 2005 | 97 – 509 | ||
Þegar Lex er skotinn og fer í dásvefn sýnir andi móður hans hvernig líf hans gæti verið ef hann hættir við þingsætisframboðið: Hann er giftur Lönu, Clark er besti vinur hans og Jonathan er stolltur af honum. En þegar Lana deyr ákveður Lex að halda áfram í framboði. Lionel íhugar aðgerð sem gæti bjargað eða drepið Lex. Á meðan fær Chloe Clark til að hjálpa henni að koma jólagjöfum til skila. - Titillinn er samsetning á orðunum Lex og X-mas (stytting á Christmas (jól)) og er þarf að leiðandi ekki orð sem er til. Höfundur: Holly Harold, Leikstjóri: Rick Rosenthal | ||||
„Fanatic“ | 12. janúar 2006 | 98 – 510 | ||
Samantha Drake er mesti aðdáandi Lex Luthors og vill gera hvað sem er til að Lex vinni kosningarnar og þegar hótanir virka ekki á Jonathan, ákveður hún að drepa hann. Lois verður ráðin sem kosningarstjóri Jonathans og Martha þyggur peninga frá Lionel til að borga fyrir framboð Jonathans. Clark segir Chloe að hann hafi áyggjur af sambandi sínu við Lönu eftir að þau hættu að stunda kynlíf þegar hann fékk ofurkraftana aftur. - Titllinn þýðir "Oftækismanneskja" Höfundur: Wendy Mericle, Leikstjóri: Michael Rohl | ||||
„Lockdown“ | 19. janúar 2006 | 99 – 511 | ||
Lögreglumaður sem var settur á geðveikrahæli fyrir að sjá svarta skipið tekur Lex og Lönu í gíslingu nema hann fái að sjá það og sanna tilvist þess fyrir heiminum. Clark hefur áhyggjur að lygar séu stía sér og Lönu í sundur. Jonathan kemst að Martha hefur verið þyggja peninga frá Lionel til borga fyrir framboðskostnaðinn. Höfundur: Steven S. DeKnight, Leikstjóri: Peter Ellis | ||||
„Reckoning“ | 26. janúar 2006 | 100 – 512 | ||
Í hundraðasta þættinum ákveður Clark að færa Lönu til Einveruvirkisins, segja henni sannleikan og biðja hana að giftast sér. Lana segir já og þau fagna þessu þegar úrslit kosningana koma í ljós: Jonathan vann! Lex hringir í Lönu og biður hana að koma. Hann er einsamall, þunglyndur og fullur. Hann reynir að fá hana til að hætta með Clark út af lygunum en þegar að hann sér að Lana veit leyndarmálið hans Clarks reynir að fá hana til að segja sér. Hún keyrir í burt hringir í Clark og Lex á eftir henni. Lana lendir í árekstri og deyr. Clark biður Jor-El að færa Clark aftur í tíman svo hann geti bjargað Lönu (hann telur að leyndarmálið sitt hafði verið henni að bana) en Jor-El segir honum að einhver annar þurfi að deyja í staðinn og færir Clark aftu í tímann. Í þetta skiptið biður Clark hennar ekki og segir henni ekki sannleikann. Jonathan vinnur og Lex hingir í Lönu og sama endurteku sig (án leyndarmálsvesensins) og Clark tekst að bjarga Lönu. Seinna um kvöldið hittir Lionel Jonathan og sýnir honum mynd sem ergir hann. Jonathan lemur Lionel sundur og saman og segir honum að lát sig og fjölskylduna í friði. Síðan þegar hann mætir Clark og Mörthu fær hann hjartaáfall og deyr en í þetta sinn getur Clark ekki breytt neinu. Jonathan er jarðaður í endanum á þáttinum. - Kelly Souders og Brian Peterson sömdu einnig 200. þáttinn. - Titillinn þýðir "Uppgjör" Höfundar: Kelly Souders og Brian Peterson, Leikstjóri: Greg Beeman | ||||
„Vengeance“ | 2. febrúar 2006 | 101 – 513 | ||
Clark er enn að jafna sig á dauða Jonathans. Þjófar ráðast á Mörthu í Metropolis og úrina hans Jonathans er stolið. Clark í sorgar- og reiðikasti vinnur með Andreu Rojas, sem er með ofurkrafta eftir að hafa fengið hjarta frá loftsteinafríki, sem hjálpar honum að finna þjófinn. En Andrea ætlar sér að drepa Lionel fyrir að hafa fyrirskipað morðið á móður sinni. Martha ákveður að taka við af Jonathan sem þingmaður fyrir Kansas. - Titillinn þýðir "Hefnd" Höfundar: Al Septien og Turi Meyer, Leikstjóri: Jeannot Szwarc | ||||
„Tomb“ | 9. febrúar 2006 | 102 – 514 | ||
Þegar Chloe sker sig á púls og segist sjá draug er hún sett á geðveikrahæli. Clark trúir ekki að Chloe sé geðveik og reynir að hjálpa henni. Á meðan leitar Lana til Lex til að hjálpa Chloe. Þegar Clark finnur lík í Talon-íbúðinni þar sem Chloe sagði honum að leita kemur í ljós að andi ungrar stelpu hefur andsetið hana og ætlar hefna sín á morðingjanum. - Titillinn þýðir "Gröf" Höfundur: Steven S. DeKnight, Leikstjóri: Whitney Ransick | ||||
„Cyborg“ | 16. febrúar 2006 | 103 – 515 | ||
Victor Stone, fyrrverandi ruðningsleikmaður sem dó í bílsslysi er lífgaður við með vélapörtum og veitir honum ofurkrafta. Honum tekst að sleppa frá rannsóknastofunni. Hann og Clark vinna saman í að stöðva verkefnið sem Lex virðist stjórna. Á meðan þarf Martha að kljást við mann sem hefur myndband af Clark nota eiginleika sína og heimtar peninga. Lionel segist sjá um það og ljós kemur að hann veit allt um Clark (kallar hann Kal-El). - Titillinn "Vélvera" og er vísun í dulnefni Victors í myndsögunum Höfundur: Caroline Dries, Leikstjóri: Glen Winter | ||||
„Hypnotic“ | 30. mars 2006 | 104 – 516 | ||
Lex kemst að því að Fine prófessor er í Hondúras. Clark hittir Simone sem getur dáleitt hvern sem er með sérstökum gimsteini og fær hún Clark að hætta með Lönu. Þegar hún kemst að ofurkröftum Clarks lætur hún hann drepa Lex og þá þarf Chloe að koma til bjargar. Í ljós kemur að Lex réð Simone til að stía Clark og Lönu í sundur. Clark ákveður að það sé öruggast fyrir Lönu ef þau eru ekki saman. - Titillinn þýðir "Dáleiðandi" Höfundar: Todd Slavkin og Darren Swimmer, Leikstjóri: Michael Rohl | ||||
„Void“ | 6. apríl 2006 | 105 – 517 | ||
Lana sem er enn í ástarsorg eftir sambandslit hennar og Clark hittir unga lækna nema sem hafa búið til kryptonítlyf sem fær fólk til að deyja í nokkrar sekúndur og nýtir Lana sér það til að tala við foreldra sína. Á meðan sendir Lionel Chloe upplýsingar um að Fine er í Suður-Ameríku. Clark hefur áhyggjur af Lönu og þegar hann ætlar að bjarga henni verður hann stunginn með lyfinu og hittir Jonathan, föður sinn. Jonathan varar Clark við því að Lionel veit leyndarmálið hans. - Titillinn þýðir "Tómarúm" Höfundur: Holly Harold, Leikstjóri: Jeannot Szwarc | ||||
„Fragile“ | 13. apríl 2006 | 106 – 518 | ||
Martha og Clark taka að sér litlu stelpuna Maddie þar til hún fær fósturheimili en Maddie hefur hæfileikan til að brjóta gler með huganum. Þegar að faðir hennar (sem er loftsteinafrík) losnar úr Belle Reve lætur hann ekkert stöðva sig að ná dóttur sinni aftur. Chloe kemst að því að Lana er byrjuð í sambandi með Lex. - Þetta er fyrsti þátturinn sem Tom Welling leikstýrir - Titillinn þýðir "Brothætt(ur)" Höfundar: Todd Slavkin og Darren Swimmer, Leikstjóri: Tom Welling | ||||
„Mercy“ | 20. apríl 2006 | 107 – 519 | ||
Ósáttur fyrrverandi starfsmaður rænir Lionel og Mörthu og lætur þau ganga í gegum bannvænar þrautir. Lex og Clark þurfa að vinna saman til að finna foreldra sína. Í lokin þarf Clark að nota krafta sína fyrir framan Lionel til að bjarga þeim. Lionel segir Clark að hann er búinn að vita leyndarmál Clarks síðan í seinna loftsteinaregninu fyrir ári síðan. - Titillinn þýðir "Miskun" og er vísun í móttóið "No Mercy" Höfundur: Steven S. DeKnight, Leikstjóri: James Marshall | ||||
„Fade“ | 27. apríl 2006 | 108 – 520 | ||
Graham er maður sem hefur þann hæfileika að gerast ósýnilegur og nýtir sér þann hæfileika til að myrða fólk fyrir peninga. Þegar Clark bjargar honum ákveður Graham að launa Clark tilbaka með því að drepa Lex. Á meðan vinna Lex og Fine að veira sem á að gera mannfólk ónæmt sjúkdómum. - Titillinn þýðir "að dofna" Höfundar: Turi Meyer og Al Septien, Leikstjóri: Terrence O'Hara | ||||
„Oracle“ | 4. maí 2006 | 109 – 521 | ||
Clark heldur upp á 19 ára afmælið sitt með Mörthu, Chloe og Lois. Hann fær gjöf sem faðir hans hafði keypt áður en hann dó. þegar Clark heimsækir leiði föður síns sér hann Jonathan. Hann segir Clark að hann þurfi að drepa Lionel til að bjarga heiminum. Clark er efins en þegar Chloe rannsakar málið og þau telja að Lionel að nota Clark sem vopn. En í ljós kemur að þetta var Brainiac í dulargervi og ætlaði að fá Clark til að drepa Lionel því hann var sendiboði fyrir Jor-El. Brainiac brýst inn í LuthorCorp og sprautar Lex með veirunni sem bjuggu til í Fade... - Titillinn þýðir "Véfrétt" Höfundur: Caroline Dries, Leikstjóri: Whitney Ransick | ||||
„Vessel“ | 11. maí 2006 | 110 – 522 | ||
Lex vaknar næsta morgun og án þess að vita af hverju, fer hann á einhvern opinn grasvöll og Lana sér hann sogast upp í himininn. Þegar Clark fréttir af þessu fer til Jor-Els sem segir honum að Brainiac hefur valið Lex til að vera líkamsker fyrir anda Dru-Zod hershöfðingja, kryptonsk stríðsglæpamans sem Jor-El sendi í Phantom Zone-fangelsið fyrir að eytt Krypton. Jor-El afhendir Clark hníf úr kryptonskum málmi til að drepa Lex. Lionel finnur Lex og það kemur í ljós að Lex er búinn að fá kryptonska ofurkrafta og hann ætlar sér að nota þá til að bjarga heiminum. Brainiac biður Clark að leysa Zod úr Phantom Zone en þegar Clark neitar smitar hann öll tölvukerfi heimsins með tölvuvírusi og allt verður brjálað. Martha og Lois tóku flug til Washington en vírus Brainiacs fær flugvél þeirra að brotlenda á norðurheimskautinu. Chloe og Clark hittast á Daily Planet og sjá allan skaðan sem Brainiac hefur valdið. Lex hringir í Clark og biður hann að hitta sig í Kent-hlöðunni. Clark og Lex slást en Brainiac stoppar þá. Clark ákveður að drepa Brainiac og kastar hnífnum í hann. En Brainiac hlær og segir að Clark hefur opnað hliðið fyrir Zod og Zod tekur yfir líkama Lex og sendir Clark í Phantom Zone-fangelsið. Zod ætlar sér að tortíma mannkyninu og endurbyggja Krypton á Jörðinni... - Titillinn þýðir "Ílát" eða "Ker" og er vísun í að Lex er líkamsker fyrir anda Zod Höfundar: Brian Peterson og Kelly Souders, Leikstjóri: James Marshall | ||||