Fara í innihald

Smallville (8. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Smallville er bandarísk dramaþáttaröð. Sýningar á áttundu þáttaröðinni hófust þann 18. september 2008 og þeim lauk 14. maí 2009. Þættirnir voru 22 og er hver þeirra um 42 mín. að lengd. Eftir að Alfred Gough og Miles Millar hættu tóku Brian Peterson, Kelly Souders, Todd Slavkin og Darren Swimmer við sem þáttstjórnendur. Allison Mack leikstýrði fyrsta þættinum sínum sem bar nafnið Power.

Aðalleikarar

[breyta | breyta frumkóða]
  • Tom Welling sem Clark Kent/The Red-Blue Blur
  • Allison Mack sem Chloe Sullivan/Watchtower
  • Erica Durance sem Lois Lane (og "Stiletto")
  • Aaron Ashmore sem Jimmy Olsen
  • Cassidy Freeman sem Tess Mercer
  • Sam Witwer sem Davis Bloom
  • Justin Hartley sem Oliver Queen/Green Arrow

Gestaleikarar

[breyta | breyta frumkóða]
  • Phil Morris sem J'onn J'onzz/The Martian Manhunter/John Jones lögreglumaður
  • Alan Ritchson sem Arthur Curry/Aquaman
  • Alaina Huffman sem Dinah Lance/Black Canary
  • Kyle Gallner sem Bart Allen/Impulse
  • Dario Delacio sem Doomsday
  • Kristin Kreuk sem Lana Lang
  • Ryan Kennedy sem Rokk Krinn/Cosmic Boy
  • Alexz Johnson sem Imra Ardeen/Saturn Girl
  • Calum Worthy sem Garth Ranzz/Lightning Lad
  • Alessandro Juliani sem Emil Hamilton læknir
  • Serinda Swan sem Zatanna Zatara
  • Chris Gauthier sem Winslow Schott/The Toyman
  • Jessica Parker Kennedy sem Bette Sans Souci/Plastique
  • Brendan Fletcher sem Rudy Jones/Parasite
  • Anna Mae Routledge sem Leslie Willis/Liverwire
  • Charlotte Sullivan sem Maxima
  • Laura Vandervoort sem Kara Zor-El/Kara Kent
  • James Marsters sem Brainiac (rödd)
  • Terence Stamp sem rödd Jor-Els
  • Evan C. Schulte sem Jeff Hage
  • Tori Spelling sem Linda Lake
  • Hundurinn Bud sem Shelby
Titill Sýnt í U.S.A. #
„Odyssey“ 18. september 2008 153 – 801

Eftir að Lex setti Kandor-hnöttinn í Einveruvirkið hrundi það með honum Clark inni. Nýr forstjóri LuthorCorps, Tess Mercer, stjórnar leitinni að Lex á meðan Oliver, Dinah (Black Canary) og A.C. (Aquaman) leita að Clark. Lois leitar að Chloe sem var ekki handtekin af DDS heldur LuthorCorp. Chloe kemst að því að Brainiac veitti henni ofurgreind. Oliver finnur Clark sem hefur misst ofurkraftana sín og saman bjarga þeir Chloe. Martian Manhunter fórnar sínum kröftun til færa Clark aftur sína. Í lokin játar Chloe bónorði Jimmys og Clark hefur störf hjá Daily Planet. Tess finnur kristalinn sem myndaði Einveruvirkið

- Titillin þýðir "Ferð" eða "Leiðangur"

Saga: Kelly Souders og Brian Peterson, Handrit: Todd Slavkin og Darren Swimmer, Leikstjóri: Kevin Fair

„Plastique“ 25. september 2008 154 – 802

Fyrsta dag Clarks hjá Daily Planet verður sprenging í strætivagni og Tess er meðal slasaðra. Chloe bjargar táningsstelpu að nafni Bette Sans Souci og fær sjúkraliðan Davis Bloom að hjálpa sér. Clark og Lois komast að því að Bette hefur hæfileikan til að valda sprengingum og reyna þau að bjarga Chloe. Chloe tekur við umsjón Isis-stofnunarinnar í stað Lönu.

- Plastique er dulnefni Bette í teiknimyndasögunum

Höfundar: Holly Henderson og Don Whitehead, Leikstjóri: Rick Rosethal

„Toxic“ 2. október 2008 155 – 803

Gamall óvinur Olivers byrlar honum eitur. Davis reynir að hjálpa honum og Chloe notar ofurgreind sína til að finna lækninguna. Oliver í dásvefni rifjar upp daginn sem hann strandaði á eiðieyju og lærði að nota boga og hitti Tess Mercer.

- Titillinn þýðir "Eitraður"

Höfundur: Caroline Dries, Leikstjóri: Mairzee Almas

„Instinct“ 9. október 2008 156 – 804

Þegar Tess reynir að virkja Einveruvirkiskristalinn sendir hann frá sér kallmerki sem færir drottninguna Maximu til jarðar og leitar hún að samræmanlega maka: Krypton-búa. Ef einhver venjulegur maður kyssir hana deyr hann af endorfínofflæði og Jimmy er meðal fórnalambana. Tess lærir af Maximu um tilvist Krypton-búa á jörðinni. Í lokin er kristalnum stolið frá Tess.

- Titillinn þýðir "Eðlishvöt"

Höfundar: Al Septien og Turi Meyer, Leikstjóri: James Conway

„Committed“ 16. október 2008 157 – 805

Eftir trúlofunarkvöldverðinn er Chloe og Jimmy rænt af rugluðum hringasmið sem lætur þau í sannleiksmælingu um samband þeirra. Clark og Lois þykjast vera par til þess að ná honum en hringasmiðurinn handsamar þau líka. Í sannleiksmælingunni játar Lois að hún elski Clark.

- Titillin þýðir "Skuldbinding"

Höfundur: Bryan Miller, Leikstjóri: Glen Winter

„Prey“ 23. október 2008 158 – 806

Dulafullar árásir eiga sér stað í Metropolis og grunar Jimmy að Davis sé viðriðinn. J'onn J'onzz, sem dulbýr sig sem John Jones lögreglumaður, og Clark telja að eitt loftsteinafríkana sem eru á skrá hjá Isis-stofnunni sé sökudólgurinn.

- Titillinn þýðir "Bráð"

Höfundar: Brian Peterson og Kelly Souders, Leikstjóri: Michael Rohl

„Identity“ 30. október 2008 159 – 807

Jimmy tekur mynda af Clark í ofuhraða (sést sem rauð og blá móða (blur)) að bjarga Lois. Tess vill flytja fréttina. Jimmy fattar að Clark sé ofurhetjan sem hann tók mynd af. Clark fær Chloe og Oliver að hjálpa sér að búa til alteregó, The Red-Blue Blur.

Höfundar: Todd Slavkin og Darren Swimmer, Leikstjóri: Mairzee Almas

„Bloodline“ 6. nóvember 2008 160 – 808

Lois vill búa með Clark á Kent-býlinu svo að hún verði ekki fyrir Jimmy og Chloe. Einhver sendir Clark Einveruvirkiskristalinn sem sendir hann og Lois til Phantom Zone-fangelsins. Þar finna þau Köru sem hjálpar Clark að koma Lois aftur til jarðar en andi Faoru, eiginkonu Zods, sleppur og andsetur Lois og reynir að finna son sinn, Davis Bloom. Chloe notar ofurgreind sína til að fá Clark aftur til jarðar.

- Titillinn þýðir "Ættarlína"

Höfundur: Caroline Dries, Leikstjóri: Michael Rohl

„Abyss“ 13. nóvember 2008 161 – 809

Skyndilega eru minningar Chloear um Jimmy og Clark að eyðast upp og eina manneskjan sem hún man eftir er Davis. Clark telur að Brainiac hafi smitað heilann hennar og sé nú að reyna að taka yfir hann. Clark notar kristalinn til að endurreisa Einveruvirkið og biður Jor-El að lækna Chloe.

- Titillinn þýðir "Hyldýpi"

Höfundar: Don Whithead og Holly Henderson, Leikstjóri: Kevin Fair

„Bride“ 20. nóvember 2008 162 – 810

Brúðkaupsdagur Jimmys og Chloear. Clark á að fylgja Chloe niður altarið og Lois er brúðarmærin og fellur fyrir Clark. Oliver telur sig hafa fundið Lex en finnur Lönu og fer með hana í brúðkaupið sem fær Clark til að gleyma Lois. Davis breytist í skrímslið Doomsday og ræðst inn í brúðkaupið, slasar Jimmy og rænir Chloe og flytur hana í Einveruvirkið.

- Titillinn þýðir "Brúður"

Höfundar: Al Septien og Turi Meyer, Leikstjóri: Jeannot Szwarc

„Legion“ 15. janúar 2009 163 – 811

Stuttu eftir að Doomsday réðst inn í brúðkaup Chloear, kemur Legion of Super-Heroes (Cosmic Boy, Saturn Girl og Lightning Lad) frá 31. öldinni til að hjálpa Clark að sigra Brainiac sem hefur tekið yfir líkama Chloear. Legion-hetjurnar segja Clark að þau hafa aldrei heyrt um Chloe Sullivan en vita allt um Lois, Jimmy, Lönu og hver hann verður í framtíðinni.

Höfundur: Geoff Johns, Leikstjóri: Glen Winter

„Bulletproof“ 22. janúar 2009 164 – 812

Þegar John Jones er skotinn af spiltri löggu ákveður Clark að dulbúa sig sem lögreglumaður til að finna skotmanninn en vingast við lögguna Danny Turpin. Danny og félagar hans ætla sér að handsama Green Arrow og Red-Blue Blur. Á meðan sýnir Lana Tess að Lex hefur verið njósna um hana sem fær Tess til missa traust sitt á Lex.

- Titillinn þýðir "Skotheldur"

Höfundur: Bryan Miller, Leikstjóri: Morgan Beggs

„Power“ 29. janúar 2009 165 – 813

Lana er horfin og Clark grunar að Tess sé viðriðin. Tess segir Clark að hún sá um að ræna Lönu fyrir Lex í þættinum "Arctic" í síðustu þáttaröð. Í ljós kemur að Lana hafði stolið tilrauna-ofurkraftabúningi sem Lex ætlaði að nota og hefur nú sömu krafta og Clark.

- Titillinn þýðir "Kraftur" eða "Vald"

Höfundar: Todd Slavkin og Darren Swimmer, Leikstjóri: Allison Mack

„Requiem“ 5. febrúar 2009 166 – 814

Lex Luthor og Toyman vinna saman við drepa Oliver. Eftir að hafa slasað Oliver snýr Lex sér að Clark og Lönu. Hann kemur fyrir kryptonítsprengju á þakinu á Daily Planet en búningurinn hennar Lönu getur sogað inn kryptonítgeislun. En geislunun frá sprengjunni er svo mikil að Clark getur ekki komið nálægt Lönu. Oliver kemur fyrir sprengju Toymans hjá Lex og drepur hann. Lana þarf að yfirgefa Clark.

- Titillinn þýðir "Sálumessa" sem vísar til "sálumessu" fyrir sambandslits Lönu og Clarks.

Höfundar: Holly Henderson og Don Whitehead, Leikstjóri: Michael Rohl

„Infamous“ 12. mars 2009 167 – 815

Linda Lake snýr aftur og hótar að upplýsa heiminn að Clark sé geimvera með ofurkrafta nema hún fái að vera fulltrúi Red-Blue Blur í fjölmiðlunum. Clark segir Lois sannleikann og fær hana til að skrifa söguna. Í fyrstu er lífið ljúft fyrir Clark og allir dýrka hann en Linda Lake hefnir sín og fær heiminn til að halda að Clark sé upphafið af geimveruinnrás á jörðina.

- Titillinn þýðir "Alræmdur"

Höfundur: Caroline Dries, Leikstjóri: Glen Winter

„Turbulence“ 19. mars 2009 168 – 816

Tess bíður Clark að fylgja sér á blaðamannaráðstefnu en þegar flugvélin bilar þarf Clark að finna leið til að bjarga Tess án þess að hún komist að leyndarmálinu sínu. Í ljós kemur að Tess skipulagði atvikið til að prófa Clark. Davis finnur nýja leið til að halda skrímslinu innra með sér í skefjum. Jimmy grunar að Davis sé skrímslið en þegar Chloe trúir honum ekki skilur hann við hana.

- Titillinn þýðir "Ókyrrð" þ.e. í flugi.

Höfundar: Al Septien og Turi Meyer, Leikstjóri: Kevin Fair

„Hex“ 26. mars 2009 169 – 817

Chloe er miður sín á afmælisdeginum sínum eftir að Jimmy skildi við hana. Töfrakvendið Zatanna hittir hana og ákveður láta hinstu ósk Chloear rætast, en daginn eftir vaknar Chloe upp sem Lois! Clark og Chloe reyna að fá Zatönnu að taka galdurinn tilbaka en hún lætur hinstu ósk Clarks rætast í staðinn: Hann veit ekki að hann sé ofurhetja og telur sig vera eðlilegan blaðamann. Á meðan reynir Zatanna lífga föður sinn við.

- Titillinn þýðir "Álög"

Höfundur: Bryan Miller, Leikstjóri: Mairzee Almas

„Eternal“ 2. apríl 2009 170 – 818

Tess kemst að því hver Davis er og tengir sprengjubúnað við bílinn hans en hann lifir af. Tess segir Davis að hann og Clark séu fæddir óvinir. Clark og Chloe komast að morðunum sem Davis framdi og hjálpa honum að drepa sig. Í lokin kemur í ljós að Davis er ódrepandi og býr í kjallarnum hjá Chloe.

- Titillinn þýðir "Eilífur"

Höfundar: Brian Peterson og Kelly Souders, Leikstjóri: James Marshall

„Stiletto“ 23. apríl 2009 171 – 819

Þegar þjófar stela fartölvu Chloear rotar Lois einn þjófinn og þykist vera ofurhetjan Stiletto til að fá athygli The Blur. Chloe fær Clark til að finna tölvuna (sem inniheldur upplýsingar um ofurhetjuteymi Olivers) og kemur í ljós að mafíósar sem eru að vinna við að falsa seðla með kryptoníti stálu tölvunni.

Höfundur: Caroline Dries, Leikstjóri: Kevin Fair

„Beast“ 30. apríl 2009 172 – 820

Clark kemst að því að Chloe hafði skýlt Davis í kjallarnum hjá sér. Oliver finnur Jimmy brjótast inn hjá Chloe og Davis ræðst á þá báða. Clark og Davis berjast hvor við annan í Virkinu en Chloe kemur á milli þeirra og stingur af með Davis.

- Titillinn þýðir "Dýr" (eins og Fríða og dýrið/Beauty and the Beast) eða "Ódýr"

Höfundur: Genevieve Sparling, Leikstjóri: Michael Rohl

„Injustice“ 7. maí 2009 173 – 821

Tess sendir Plastique, Parasite og Livewire til þess að drepa Davis en hlutirnir flækjast þegar þau komast að því að Tess er að svíkja þau. Clark reynir að stöðva þau en Parasite stelur kröftunum hans Clarks. Eftir að Clark og Oliver stöðva teymið viðurkennir Oliver að hann drap Lex Luthor. Tess finnur Kandor-hnöttinn á Luthor-setrinu og hljómar rödd úr honum sem segir Tess að íbúar hnattarins geta bjargað jarðarbúum.

- Titillin þýðir "Óréttlæti" en vísar til Injustice League, eins og Tess kallar teymið sitt.

Höfundar: Al Septien og Turi Meyer, Leikstjóri: Tom Welling

„Doomsday“ 14. maí 2009 174 – 822

Oliver vill að Clark drepi Davis en Clark getur ekki drepið mannverur og vill nota svart kryptonít til að skipta Davis og Doomsday í sundur. Rokk Krinn kemur frá 31. öldinni og gefur Clark hring sem getur notað til að senda Doomsday til framtíðarinnar. Oliver og ofurhetjuteymið svíkja Clark og ætla að drepa Davis en Chloe notar svarta kryptonítið. Jimmy kemst að leyndarmáli Clarks og fer með Chloe og Davis í Watchtower-turninn sem hann keypti fyrir Chloe. Tess telur að Lois hafi stolið Kandor-hnettinum og þær slást í Daily Planet-byggingunni. Lois finnur Legion-hring Clarks og hverfur. Á meðan Clark berst við Doomsday, viðurkennir Chloe að hún faldi Davis til að vernda Clark og elskaði bara Jimmy. Davis heyrir þetta og í öfundsýki ræðst hann á Jimmy og þeir drepa hvorn annan. Clark tekst að grafa Doomsday ofan í jörðinni en kennir sjálfum sér um dauða Jimmys og segir að "Clark Kent sé dauður" og yfirgefur Chloe og vini sína. Um leið og Clark sigraði Doomsday virkjaðist Kandor-hnötturinn og hleypti Zod út...

- Titillinn þýðir "Dómsdagur" en er nafn skríslisins Doomsday.

Höfundar: Brian Peterson og Kelly Souders, Leikstjóri: James Marshall