Slöttblekill
Útlit
Slöttblekill | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Coprinus atramentarius
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Coprinus atramentarius (Bull.) Fr. |
Slöttblekill (fræðiheiti: Coprinus atramentarius) er fremur stór blekill sem áður fyrr var notaður við framleiðslu á bleki. Hann er einna þekktastur bleksveppanna, ásamt ullblekli. Hatturinn verður 3-6sm í þvermál og er grábrúnn að lit með óreglulegar fellingar á jaðrinum (áður en hann tekur að blekast). Stafurinn verður 8-18sm að lengd, samlitur hattinum og verður fljótt holur að innan.
Slöttblekill kemur upp í klösum í graslendi um allt norðurhvel jarðar. Hann inniheldur efni (disulfiram) sem virkar svipað og antabus og veldur því eitrun ef áfengis er neytt með. Einkennin eru roði í andliti, ógleði, uppköst, lasleiki og hraður hjartsláttur. Þau koma fram frá 5-10 mínútum eftir neyslu og vara í 2-3 tíma.[1][2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Michelot, Didier (1992). „Poisoning by Coprinus atramentarius“. Natural Toxins. 1 (2): 73–80. doi:10.1002/nt.2620010203. PMID 1344910.
- ↑ Benjamin, Denis R. (1995). Mushrooms: poisons and panaceas—a handbook for naturalists, mycologists and physicians. New York: WH Freeman and Company. ISBN 0-7167-2600-9.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Slöttblekill.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Coprinus atramentarius.