Fara í innihald

Ullserkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ullblekill)
Coprinus comatus
Þroskaður ullserkur
Þroskaður ullserkur
Vísindaleg flokkun
Ríki: Svepparíki (Fungi)
Fylking: Kólfsveppir (Basidiomycota)
Flokkur: Homobasidiomycetes
Ættbálkur: Hattsveppir (Agaricales)
Ætt: Bleksveppaætt (Coprinaceae)
Ættkvísl: Coprinus
Tegund:
Coprinus comatus (O.F. Müll.) Gray

Ullserkur eða ullblekill[1] (fræðiheiti: Coprinus comatus) er eftirsóttur ætisveppur sem algengt er að sjá á túnum og í görðum. Hann er hvítur eða gulhvítur, hár og mjór með langan, mjóan og egglaga hatt. Hann verður allt að 15 sm hár og um 5 sm breiður. Stafurinn er holur að innan. Fanirnar eru hvítar í fyrstu, en þegar hann eldist dökkna þær þannig að sveppurinn sortnar frá hattbrúninni sem sveigist upp þar til hann verður alveg bleksvartur og linur. Eftir tínslu verður hann svartur á nokkrum klukkutímum. Aðeins ungir sveppir eru borðaðir og varast ber að tína sveppi þar sem er mikil umferð vegna mengunar. Ekki er mælt með því að borða sveppina með áfengi af því að slöttblekill, sem er svipaður, inniheldur coprine, efni sem hefur slæmar hliðarverkanir (híti og roði í húð, hausverkur, velgja, uppköst, o.fl) þegar neytt er með áfengi.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Helgi Hallgrímsson (2010). Sveppabókin. Skrudda. bls. 261. ISBN 978-9979-655-71-8.
  Þessi sveppagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.