Fara í innihald

Bleklar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Coprinus
Ullserkur (Coprinus comatus)
Ullserkur (Coprinus comatus)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Svepparíki (Fungi)
Fylking: Kólfsveppir (Basidiomycota)
Flokkur: Homobasidiomycetes
Ættbálkur: Hattsveppir (Agaricales)
Ætt: Bleksveppaætt (Coprinaceae)
Ættkvísl: Coprinus

Bleklar (fræðiheiti: Coprinus) eru ættkvísl hattsveppa með fanir sem meltast til að leysa gróin. Við þetta breytast fanirnar í svartan þykkan vökva sem ættkvíslin dregur nafn sitt af. Sveppahatturinn er yfirleitt ílangur og þunnur með fellingum eða flösum. Stafurinn er grannur og brotnar auðveldlega. Bleklar lifa á lífrænum úrgangi eða í mjög næringarríkum jarðvegi.

Nokkrar tegundir af þessari ættkvísl eru ætar en sumar, líkt og slöttblekill (Coprinus atramentarius), er varasamt að borða með áfengi þar sem þeir innihalda efni sem virkar líkt og antabus og kemur í veg fyrir niðurbrot áfengis í lifrinni. Helsti ætisveppurinn af þessari tegund er ullblekill sem er algengur í túnum. Hann þykir mjög ljúffengur en blekast á nokkrum klukkutímum eftir tínslu og þarf því að elda strax.

Þetta eru nokkrar tegundir blekla með íslenskt nafn: