Fara í innihald

Sellulósi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Beðmi)
Bygging sellulósa

Sellulósi eða beðmi er fjölsykra sem veitir plöntumfrumum styrk og er eitt af næringarefnum í plöntum. Ensím þarmaörvera sjá um að melta og brjóta niður beðmi, t.d. í vömb jórturdýra. Meltingavökvar manna og flestra dýra vinna hins vegar ekki á beðmi en samt er beðmi mikilvægur hluti af næringunni. Trefjar þess örva hreyfingar meltingarfæranna og koma í veg fyrir hægðatregðu. Kindur, kýr og aðrir grasbítir melta beðmi með hjálp örvera sem þrífast í meltingarfærum dýranna.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.