Fara í innihald

Skálmarfjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort: Svínanes, Skálmarfjörður, Kvígindisfjörður & Kollafjörður

Skálmarfjörður er langur fjörður í Austur-Barðastrandarsýslu. Til vesturs skilur Skálmarnes Skálmarfjörð frá Kerlingarfirði en að austan Svínanes frá Kvígindisfirði. Innst klofnar fjörðurinn á Vattarnesi og heitir vestari botninn Vattarfjörður en þaðan lá þjóðvegurinn áður upp á Þingmannaheiði. Innst í Skálmarfirði er Skálmardalur og má fara þaðan um Skálmardalsheiði yfir í Gervidal, eða Gjörvidal, í botni Ísafjarðar.

Þýskir verslunarstaðir voru áður fyrr á Langeyri og Sigurðareyri við Skálmafjörð. Nú er öll byggð við fjörðinn komin í eyði.

  • Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson (1980). Landið þitt Ísland, S-T. Örn og Örlygur.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.