Fara í innihald

Skjaldarmerki Ástralíu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skjaldarmerki Ástralíu er hið opinbera merki Ástralíu. Fyrsta skjaldarmerkið veitti Játvarður VII 7. maí 1908 en núverandi útgáfa er frá 19. september 1912 og var veitt af Georgi V. Eldri útgáfan var þó notuð mun lengur að einhverju leyti, meðal annars var það á sex pensa mynt allt til ársins 1966, þegar skipt var um gjaldmiðil og Ástralíudalur tók við af áströlsku pundi.

Skjaldamerkið er mun meira en skjöldurinn, en hann er þó aðalatriði merkisins. Á honum er merki hvers fylkis, í tveimur röðum. Í efri röðinni eru (frá vinstri til hægri) tákn Nýja-Suður-Wales, Victoriu og Queenslands og í þeirri neðri Suður-Ástralíu, Vestur-Ástralíu og Tasmaníu. Fyrir ofan skjöldinn er sjöarma samveldisstjarnan á gylltum og bláum kransi. Sex armanna tákna stofnfylkin sex en sá sjöundi svæðin og samveldið. Í heildina tákna skjöldurinn og stjarnan Samveldið Ástralíu.

Skjöldurinn er studdur af rauðri kengúru og emúa en það eru óopinber þjóðardýr Ástralíu. Þá stöðu hafa tegundirnar því þær finnast báðar aðeins í Ástralíu. Í bakgrunninum er svo opinbert þjóðarblóm Ástralíu, Gyllt wattle. Fyrir neðan blómið er svo bókrulla sem á er letrað Ástralía. Rétt er þó að taka fram að hvorki blóm né orð eru á opinberri lýsingu skjaldarmerkisins.