Fara í innihald

Sjónvarp Símans

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Skjáreinn)
Hvítt merki Símans á bláum bakgrunni
Merki Sjónvarps Símans

Sjónvarp Símans (áður SkjárEinn) er íslensk sjónvarpsstöð sem hóf útsendingar sínar 20. október 1999, hún var áður rekin af Íslenska sjónvarpsfélaginu sem var í eigu Símans, en hún fellur núna alfarið undir Símann. Stöðin var rekin með auglýsingatekjum í 10 ár og þá ókeypis fyrir almenning en var svo breytt í læsta áskriftastöð. 6 árum seinna tilkynntu stjórnendur fyrirtækisins að opnað yrði fyrir sjónvarpsstöðina aftur ótímabundið. Hún er nú ókeypis aftur, eingöngu í línulegri dagskrá. Þann 1. júní 2016 var nafni stöðvarinnar breytt úr SkjárEinn í Sjónvarp Símans til að endurspegla þá umbyltingu sem hafði orðið á stöðinni og Símanum sjálfum eftir sameiningu Símans og Skjásins árinu áður.[1]

SkjárEinn opnaði árið 2015 streymisveituna SkjárÞættir sem varð eftir sameiningu SkjásEins við Símann að Sjónvarpi Símans Premium.

Þættir framleiddir af SkjáEinum/Sjónvarpi Símans

[breyta | breyta frumkóða]
  • 6 til sjö
  • Allt í drasli (2005–2008)
  • Djúpa laugin
  • The Voice Ísland
  • Dýravinir
  • Ertu skarpari en skólakrakki?
  • Frægir í form
  • Fyndnar fjölskyldumyndir (2009)
  • GameTíví (2008–2014)
  • Gegndrepa
  • Innlit/útlit (2009)
  • Johnny International
  • Matarklúbburinn (2009)
  • Nýtt útlit (2009)
  • Sigtið
  • Sjáumst með Silvíu Nótt
  • Spjallið með Sölva (2009)
  • Ha? (2011)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.