Fara í innihald

Skeiðastelling

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skeiðastelling

Skeiðastelling er kynlífsstelling sem lýsir sér þannig að konan liggur á hlið fyrir framan karlmanninn, sem einnig liggur á hlið. Karlmaðurinn getur þá komið getnaðarliminum annaðtveggja í sköp hennar eða endaþarm. Er þessi stelling eins og hundastellingin, bara liggjandi og á hlið. Hommar og lesbíur fara eins að, að breyttu breytanda. Skeiðastellingin er þó einnig haft um þá „kúrstellingu“ þegar tveir einstaklingar liggja eða sofa í þannig stellingu, og ekkert kynlíf kemur við sögu.

Skeiðastelling er svo nefnd af því hún minnir á það þegar matarskeið er lögð að annarri skeið og þær falla saman. Í sumum löndum er skeiðastellingin kennd við töluna 99, eins og t.d. í Frakklandi og Svíþjóð.

  Þessi kynlífsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.