Flatfiskar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Flatfiskur)
Flatfiskar
Sandhverfa (Psetta maxima)
Sandhverfa (Psetta maxima)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Pleuronectiformes
Ættir

Flatfiskar (fræðiheiti: Pleuronectiformes) eru ættbálkur geislugga sem stundum eru flokkaðir sem undirættbálkur borra. Margar tegundir eru með bæði augun öðrum megin á höfðinu þar sem annað augað eða bæði flyst til þegar fiskurinn þroskast. Sumar tegundir snúa upp vinstri hliðinni en aðrar þeirri hægri. Annað einkenni eru augu sem geta staðið út úr höfðinu og bakuggi sem nær alla leið fram á höfuðið. Þessi einkenni flatfiska eru aðlögun að lífi á sjávarbotni þar sem þeir liggja flatir á annarri hliðinni til að felast fyrir rándýrum.

Margir mikilvægir matfiskar tilheyra þessum ættbálki, þar á meðal lúða, koli og sandhverfa.

Flatfiskar hafast að mestu við við sjáfarbotninn. Flestar tegundirnar hafast við í saltsjó en nokkrar finnast í ferskvatni.

Tæplega 700 tegundir teljast til flatfiska.


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.