Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Önnur nöfnUngsveit SÍ
Ungsveitin
UppruniÍsland
Ár2009 -
StefnurKlassík

Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands var stofnuð árið 2009 og er ætluð tónlistarnemum á mið- og framhaldsstigi. Hljómsveitin er hluti af fræðslustarfi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og er markmið hennar að gefa nemendum innsýn og vettvang til að kynnast hinum sinfóníska heimi af eigin raun og njóta þjálfunar og leiðsagnar í hljómsveitarleik. Sveitin, sem er iðulega skipuð hátt í 80-100 tónlistarnemum, heldur tónleika einu sinni á ári í Eldborgarsal Hörpu. Í Ungsveit eru gerðar strangar kröfur um faglega frammistöðu en ár hvert eru haldin prufuspil um sæti í hljómsveitinni. Aðstæður og umgjörð prufuspilana eru þá með sama hætti og þegar hljóðfæraleikarar prufuspila fyrir stöður í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Allt frá stofnun sveitarinnar hefur hún vakið verðskuldaða athyggli fyrir samstilltan fluttning og frammúrskarandi túlkun. Hljómsveitin ræðst sjaldan á garðinn þar sem hann er lægstur og hefur flutt hvert stórvirkið á borð við annað undir stjórn heimsklassa hljómsveitarstjóra á borð við Rumon Gamba, Baldur Brönnimann, Petri Sakari, Eivind Aadland og Daniel Raiskin. Árið 2016 hlaut Ungsveit SÍ viðurkenninguna Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum en sveitin hafði áður verið tilnefnd í sama flokki árið 2011.

Frá árinu 2013 hefur Ungsveitin komið fram á tónlistarhátíðinni Tectonics í Hörpu þar sem hún hefur gjarnan frumflutt og/eða leikið verk eftir samtíma tónskáld.

Verkefni Ungveitar SÍ[breyta | breyta frumkóða]