Fara í innihald

Silvía Svíadrottning

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Silvía Svíadrottning.

Silvía (fædd Silvia Renate Sommerlath 23. desember 1943 í Heidelberg í Baden-Württemberg í Þýskalandi) er drottning Svíþjóðar, kona Karls 16. Gústafs Svíakonungs.

Foreldrar Silvíu voru Walther Sommerlath, Þjóðverji fæddur í Brasilíu, og kona hans Alice Soares de Toledo, sem var brasilísk. Fjölskyldan bjó í São Paulo í Brasilíu 1947 – 1957. en flutti þá aftur til Heidelberg. Silvía lagði stund á tungumála- og túlkanám og auk sænsku og þýsku talar hún frönsku, spænsku, portúgölsku, ensku og sænskt táknmál. Hún kynntist Karli Gústaf á Ólympíuleikunum í München 1972, þar sem hún var túlkur. Þau gengu í hjónaband 19. júní 1976 og eiga börnin Viktoríu, Karl Filippus og Magdalenu.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.