Karl Filippus Svíaprins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Karl Filippus Svíaprins
Karl Filippus Svíaprins
Karl Filippus Svíaprins
Fæddur Carl Philip Edmund Bertil
13. maí 1979 (1979-05-13) (43 ára)
Maki Sofia Hellqvist
Börn Alexander prins
Gabríel prins
Foreldrar Karl 16. Gústaf
Silvía Svíadrottning

Karl Filippus Svíaprins, hertoginn af Vermalandi (f. 13. maí 1979) er annað barn Karls Gústafs 16. Svíakonungs og Silvíu drottningu. Karl Filippus varð krónprins við fæðingu þar sem lög um ríkiserfðir í Svíþjóð voru með þeim hætti að synir gengu fram yfir dætur, óháð aldri. Það entist þó ekki lengi því að 1. janúar 1980 var lögunum breytt með þeim afleiðingum að eldri systir Karls Filippusar, Viktoría varð krónprinsessa. Frá 2016 hefur Karl Filippus verið fjórði í erfðarröðinni að sænsku krúnunni á eftir systur sinni og tveimur börnum hennar, Estellu og Óskari.

Þann 13. júní 2015 giftist Karl Filippus fyrrverandi Glamour módelinu Sofíu Hellqvist í konunglegu sænsku kapellunni. Þau eiga tvo syni Alexander (f. 2016) og Gabríel (f. 2017).